Segir ólöglegt að flytja inn sorp

Sorp.
Sorp. mbl.is/Frikki

Ólöglegt er að flytja sorp frá Bandaríkjunum til Íslands, segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Því gangi ekki upp áform um að sorpbrennslustöð á Suðurnesjum brenni bandarískt sorp. Þetta segir í frétt á vef RÚV.

Bandarískt fyrirtæki hefur gert tilboð í sorpbrennslustöðina Kölku á Suðurnesjum og hefur komið fram í fréttum að fyrirtækið ætli sér að flytja hingað til lands iðnaðarsorp til förgunar.

Árni segir að Basel-samningurinn um förgun spilliefna og flutning þeirra milli landa banni að ríki sem ekki eiga aðild að samningnum flytji út til ríkja sem eigi aðild og öfugt. Bandaríkin séu ekki aðili að Basel-samningnum og þar af leiðandi sé flutningur úrgangsefna eða spilliefna milli Bandaríkjanna og Íslands ólöglegur, segir í frétt RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert