Eingöngu konur í áhöfn

Áhöfnin á flugi Icelandair til Glasgow í morgun, frá vinstri: …
Áhöfnin á flugi Icelandair til Glasgow í morgun, frá vinstri: Stefanía Bergmann Magnúsdóttir flugmaður, Linda Gunnarsdóttir flugstjóri, Brynja Nordquist, Björg Valdimarsdóttir, Jenný María Jónsdóttir og Hrönn Geirlaugsdóttir flugfreyjur.

Í dag var minnt á alþjóðleg­an bar­áttu­dag kvenna, 8. mars, með því að í flugi Icelanda­ir til og frá Glasgow var áhöfn­in öll, þ.e. flug­stjóri, flugmaður og flug­freyj­ur, ein­göngu skipuð kon­um.

Það er kunn­ara en frá þurfi að segja að fram­an af flug­sög­unni þekkt­ist ekki að karl­ar tækju að sér að sjá um þjón­ustu við farþega um borð, og ennþá síður að kon­ur sæju um að fljúga flug­vél­un­um. Þeir múr­ar hafa fyr­ir löngu fyr­ir rofn­ir, þó svo meiri­hluti flug­manna Icelanda­ir sé karl­ar og meiri­hluti flug­freyja/þ​jóna Icelanda­ir sé kon­ur, seg­ir í til­kynn­ingu frá Icelanda­ir.

Það var á kven­rétt­inda­dag­inn 19. júní 1999, sem það gerðist í fyrsta sinn í sög­unni að áhöfn í milli­landa­flugi til og frá Íslandi var ein­göngu skipuð kon­um. Það hef­ur gerst nokkr­um sinn­um síðan. Hinn 23. júní árið 2001 var svo annað flug sem líka markaði tíma­mót, en þá gerðist það í fyrsta sinn í sögu áætl­un­ar­flugs á Íslandi að hefðbundn­um kyn­hlut­verk­um var víxlað - flug­stjóri og flugmaður voru kven­kyns, en all­ar flug­freyj­urn­ar voru karl­kyns, seg­ir í til­kynn­ingu Icelanda­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert