Höfðu ekki afskipti af Kaupþingi

Hreiðar Már í landsdómi í Þjóðmenningarhúsinu.
Hreiðar Már í landsdómi í Þjóðmenningarhúsinu. mbl.is/Kristinn

„Við fengum engin minnisblöð eða kynningar eða ósk um að bankinn myndi minnka við sig. En fundum fyrir því að stjórnvöld höfðu áhyggjur af þróun mála árið 2008,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson, fv. forstjóri Kaupþings, spurður hvort stjórnvöld hafi lagt fram beiðni í þessa veru er hann gaf skýrslu fyrir Landsdómi í dag.

„Ég held að það hafi verið meira í viðræðum manna að menn hafi velt því fyrir sér hvað væri hægt að gera en ekki verið þannig að tilteknar tillögur eða hugmyndir hafi verið ræddar,“ sagði Hreiðar Már um samskipti fulltrúa bankans við embættismenn.

Vildu ekki vera „háðir litla Íslandi

Helgi Magnús Gunnarsson varasaksóknari spurði Hreiðar Má hvernig íslenska bankakerfið hefði vaxið í það að verða sem svarar nífaldri þjóðarframleiðslu Íslands.

Svaraði þá Hreiðar Már með því að taka dæmi af því hvernig Kaupþing hefði keypt danska bankann FIH og breska bankann Singer & Friedlander á árunum 2004 og 2005 og þannig náð að tvöfalda efnahagsreikning sinn ár hvert á tímabilinu.

„Sjónarmið okkar var að við myndum eflast og styrkjast með því að vaxa, að vera ekki háð litla Íslandi. Ég held að þessu hafi almennt verið vel tekið af stjórnvöldum,“ sagði Hreiðar Már fyrir Landsdómi í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert