Hreiðar Már mætir eftir hádegi í dag

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og Gréta Ingþórsdóttir sem var …
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og Gréta Ingþórsdóttir sem var aðstoðarmaður Geirs í ráðuneytinu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Sjö vitni gefa skýrslu fyrir Landsdómi í dag. Jón Þór Sturluson, fv. aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, mætir fyrstur klukkan 9.00 en næstur er Jónas Fr. Jónsson, fv. forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sem mætir hálftíma síðar. Klukkan 11.00 kemur Jónína S. Lárusdóttir, fv. ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytisins, fyrir dóminn en svo verður gert hádegishlé.

Klukkan 13.00 mætir svo Hreiðar Már Sigurðsson, fv. bankastjóri Kaupþings, en áætlað er að skýrslutakan yfir honum taki klukkustund.

Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, er fimmta vitnið en hann kemur fyrir dóminn klukkan 14.00. Sjötti í röðinni er Rúnar Guðmundsson, sviðsstjóri vátryggingasviðs FME, en hann mætir klukkan 15.00. Síðastur er Þorsteinn Már Baldvinsson, fv. stjórnarformaður Glitnis, en hann á að mæta fyrir dóminn kl. 15.45. Taka ber áætluninni með fyrirvara enda hefur hún ekki staðist til þessa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert