Hreiðar Már mætir eftir hádegi í dag

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og Gréta Ingþórsdóttir sem var …
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og Gréta Ingþórsdóttir sem var aðstoðarmaður Geirs í ráðuneytinu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Sjö vitni gefa skýrslu fyr­ir Lands­dómi í dag. Jón Þór Sturlu­son, fv. aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, mæt­ir fyrst­ur klukk­an 9.00 en næst­ur er Jón­as Fr. Jóns­son, fv. for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, sem mæt­ir hálf­tíma síðar. Klukk­an 11.00 kem­ur Jón­ína S. Lár­us­dótt­ir, fv. ráðuneyt­is­stjóri viðskiptaráðuneyt­is­ins, fyr­ir dóm­inn en svo verður gert há­deg­is­hlé.

Klukk­an 13.00 mæt­ir svo Hreiðar Már Sig­urðsson, fv. banka­stjóri Kaupþings, en áætlað er að skýrslu­tak­an yfir hon­um taki klukku­stund.

Guðjón Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja, er fimmta vitnið en hann kem­ur fyr­ir dóm­inn klukk­an 14.00. Sjötti í röðinni er Rún­ar Guðmunds­son, sviðsstjóri vá­trygg­inga­sviðs FME, en hann mæt­ir klukk­an 15.00. Síðast­ur er Þor­steinn Már Bald­vins­son, fv. stjórn­ar­formaður Glitn­is, en hann á að mæta fyr­ir dóm­inn kl. 15.45. Taka ber áætl­un­inni með fyr­ir­vara enda hef­ur hún ekki staðist til þessa.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert