Hreiðar: Neyðarlögin felldu okkur

Hreiðar Már í landsdómi í Þjóðmenningarhúsinu.
Hreiðar Már í landsdómi í Þjóðmenningarhúsinu. mbl.is/Kristinn

„Hann fell­ur við þá ákvörðun stjórn­valda að setja neyðarlög... Lög sem mis­muna fólki eft­ir þjóðerni eða bú­setu, eft­ir því hvernig á það er litið, lög sem breyta röð kröfu­hafa... Eft­ir að þau lög voru samþykkt er ekki hægt að reka bank­ann,“ sagði Hreiðar Már Sig­urðsson, fv. for­stjóri Kaupþings, fyr­ir Lands­dómi fyr­ir stundu.

„Það vill eng­inn eiga í viðskipt­um við okk­ur dag­inn eft­ir að neyðarlög­in voru samþykkt,“ sagði Hreiðar Már.

Með þess­um um­mæl­um vildi hann svara spurn­ingu eins dóm­ara um það hvers vegna Kaupþing hefði fallið þrátt fyr­ir þá eigna­stöðu sem Hreiðar Már hefði gert að um­tals­efni í vitna­leiðslu sinni í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert