Norðmenn íhuga „olíuævintýri" Íslands

Drekasvæðið.Útboð sérleyfa til olíurannsókna á Drekasvæðinu rennur út 2. apríl.
Drekasvæðið.Útboð sérleyfa til olíurannsókna á Drekasvæðinu rennur út 2. apríl. mbl.is/KG

Íslend­ing­ar eru að búa sig und­ir ol­íuæv­in­týri. Þannig kemst norski viðskiptaf­rétta­vef­ur­inn E24 að orði, en tals­vert er gert úr olíu­leit Íslend­inga á síðunni í dag. Jafn­framt er haft eft­ir verk­efn­is­stjóra olíu­leit­ar­inn­ar að Íslend­ing­ar þurfi að halda sig á jörðinni.

„Nú ætl­ar Ísland að verða olíuþjóð,“ seg­ir á vef E24. Þar er rætt við Þór­ar­in Arn­ar­son, verk­efn­is­stjóra olíu­leit­ar hjá Orku­stofn­un, sem seg­ir niður­stöðurn­ar sem rann­sókn­ir hafi gefið til þessa lofa mjög góðu. „Við erum mjög bjart­sýn.“

Hinn 2. apríl næst­kom­andi renn­ur út frest­ur til útboðs á sér­leyf­um til rann­sókna og vinnslu kol­vetn­is á Dreka­svæðinu. Þetta er í annað sinn sem rann­sókn­ar­leyfi er boðið út, síðast sóttu tvö norsk fyr­ir­tæki um, Aker Explorati­on og Sa­gex Petrole­um, en bæði hættu við stuttu síðar. E24 seg­ir að nú séu Íslend­ing­ar vongóðir um að bet­ur gangi. Olíu­verð sé aft­ur komið í yfir 100 dali á tunn­una og nýj­ar jarðfræðirann­sókn­ir treysti þá von að olíu og gas sé líka að finna við Ísland.

Haft er eft­ir Þór­arni að Íslend­ing­um sé nú mjög um­hugað um þróun mála á Dreka­svæðinu og hann hafi ný­lega séð sig til­neydd­an að mæta í fjöl­miðla til að draga aðeins úr vænt­ing­um al­menn­ings. „Sum­ir hér á Íslandi hafa leyft bjart­sýn­inni að hlaupa með sig í gön­ur. Það er mik­il­vægt að við höld­um jarðteng­ingu,“ seg­ir Þór­ar­inn. Fyrr í morg­un birt­ist á vef E24 viðtal við Her­mann Guðmunds­son, for­stjóra N1, þar sem hann sagði að jafn­vel lít­ill olíufund­ur myndi þýða svim­andi tekju­streymi fyr­ir Ísland.

Einnig er rætt við sér­fræðing­inn Jørn Christian­sen hjá olíu­leit­ar­fé­lag­inu TGS. Sá seg­ir að leif­ar olíu frá júra­tím­an­um sýni að það sé olíu að finna á svæðinu milli Íslands og Jan Mayen. Bent er á að það séu því ekki bara Íslend­ing­ar sem hafi hags­muna að gæta, því þetta þýði að Norðmenn gætu átt hlut­deild í þeirri olíu sem Íslend­ing­ar finni.

Þess má geta að í at­huga­semd­um við frétt­ir E24 af hugs­an­leg­um olíufund­um við Ísland eru norsk­ir les­end­ur al­mennt mjög já­kvæðir og óska Íslend­ing­um alls hins besta í leit sinni að olíu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert