Aðeins tæki um hálfan dag að koma fyrir nettum, fjarstýrðum sjónvarpsmyndavélum í Landsdómi, ef leyfi dómsins fengist.
Fundir stjórnlagaráðs voru sendir út í beinni útsendingu og Finnur Pálmi Magnússon, tæknistjóri ráðsins, segir að aðeins hafi tekið hálfan dag að koma slíkum myndavélum fyrir.
Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar, að upptökur og útsendingar af nefndarfundum þingnefnda hafi á engan hátt truflað starf þeirra nefnda sem hún á sæti í.