Jóhanna: Davíð átti að vara okkur við

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í Þjóðmenningarhúsinu.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í Þjóðmenningarhúsinu. mbl.is/Kristinn

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra sagði við skýrslu­gjöf hjá Lands­dómi fyr­ir stundu að Davíð Odds­son, þáver­andi seðlabanka­stjóri, hefði ekki komið þeim upp­lýs­ing­um á fram­færi við rík­is­stjórn­ina að banka­kerfið stæði á brauðfót­um. Um vorið 2008 hefði Seðlabanki Íslands sagt stöðuna góða.

Jó­hanna var spurð að því af Sig­ríði J. Friðjóns­dótt­ur, sak­sókn­ara Alþing­is, hvað farið hefði á milli ráðherra stjórn­ar­inn­ar og Davíðs á rík­is­stjórn­ar­fundi 30. sept­em­ber 2008.

„Hann kom inn á miðjan rík­is­stjórn­ar­fund ... til að greina okk­ur frá því að hann teldi að banka­kerfið væri að hrynja... [H]ann taldi að það þyrfti nán­ast að loka hér land­inu, staðan væri það erfið. [H]ann talaði um að það þyrfti að setja hér þjóðstjórn, sem ekki voru all­ir ánægðir með. Hann var í miklu upp­námi þegar hann kom, sem er ekki skrítið miðað við skila­boðin"

Spurð af Sig­ríði hvort Davíð hefði áður komið varnaðarorðum á fram­færi svaraði Jó­hanna neit­andi.

Ámæl­is­verð fram­setn­ing

„Nei,“ sagði Jó­hanna og vísaði til rits Seðlabanka Íslands, Fjár­mála­stöðug­leiki, frá maí 2008.  „[É]g tel þetta mjög ámæl­is­vert... því ég var mjög undr­andi þegar ég las þetta... það gerði mig ró­legri að lesa þetta og sjá að það væri allt í stak­asta lagi í banka­kerf­inu,“ sagði Jó­hanna og benti á að kjörn­ir full­trú­ar þjóðar­inn­ar hefðu fengið vitn­eskju um banka­kerfið í gegn­um þetta rit „sem marg­ir lesa, að hér væri nán­ast allt í stak­asta lagi, það var líka það sem róaði mann,“ sagði Jó­hanna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert