Enn styttist í rammaáætlunina, sögð á lokastigi

Samkvæmt upplýsingum úr stjórnsýslunni í gær er vinna við rammaáætlun um flokkun virkjunarkosta sögð á lokastigi og stutt sé í að þingsályktunartillaga um áætlunina verði lögð fram á Alþingi.

Miðstjórn ASÍ samþykkti ályktun í vikunni þar sem þess var krafist að rammaáætlunin, sem byggðst á „faglegum niðurstöðum verkefnisstjórnarinnar“, yrði nú þegar lögð fyrir Alþingi. Benti miðstjórnin á stöðu atvinnumála í landinu og að rammaáætlunin væri í sjálfheldu vegna togstreitu á milli stjórnarflokkanna.

Drög að þingsályktunartillögu um flokkun virkjunarkosta voru kynnt í lok ágúst á síðasta ári og þá hófst 12 vikna umsagnar- og samráðsferli. Til stóð að tillagan yrði lögð fyrir Alþingi fyrir áramót en af því varð ekki. Í umræðum á Alþingi 24. janúar sl. sagðist umhverfisráðherra reikna með að áætlunin yrði lögð fyrir þingið í byrjun febrúar. Síðan er liðinn mánuður og ekkert bólar enn á tillögunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert