Allir þeir 15 dómarar sem sitja í Landsdómi eru á launum sem hæstaréttardómarar í þrjá mánuði. Hæstaréttardómarar eru með liðlega 900 þúsund krónur í laun á mánuði.
Í Landsdómi sitja 15 dómendur; fimm hæstaréttardómarar, dómstjórinn í Reykjavík, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands og átta menn sem kosnir eru af Alþingi.
Landsdómur kom fyrst saman á árinu 2011 til að kveða upp úrskurði um frávísun í málinu. Ítarleg göng liggja fyrir í málinu sem dómarar þurfa að kynna sér. Þeir hafa síðustu daga hlustað á vitnisburð vitna, en vitnaleiðslum lýkur í næstu viku. Gert er ráð fyrir að sækjandi og verjandi flytji málið á fimmtudag og föstudag í næstu viku. Þá eiga dómarar í Landsdómi eftir að komast að niðurstöðu um sekt eða sýknu ákærða í málinu og kveða upp dóm. Ekki liggur fyrir hvenær dóms er að vænta.
Þeir fimm hæstaréttardómarar sem sitja í Landsdómi fá ekki sérstaklega greitt fyrir að sitja í dómnum, en aðrir dómendur fá greidd sömu laun og hæstaréttardómarar í þrjá mánuði.