Geir gerði það sem hann gat

Úr Landsdómi í gær. Geir H. Haarde og Andri Árnason, …
Úr Landsdómi í gær. Geir H. Haarde og Andri Árnason, verjandi Geirs, auk aðstoðarmanns hans. mbl.is/Hjörtur

„Ég held að Geir hafi gert allt sem í hans valdi stóð á þessu tímabili til að taka á þessum vanda,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra við skýrslugjöf hjá Landsdómi á fimmta degi réttarhaldanna í gær, þegar hún var spurð um aðgerðir hins ákærða, Geirs H. Haarde, í efnahagsmálum á árinu 2008.

Nánar tiltekið var Jóhanna að svara spurningu Sigríðar J. Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, um viðbrögð Geirs, sem þá var forsætisráðherra, við lausafjárvanda íslenska bankakerfisins.

„Hann og oddviti Samfylkingar reyndu mjögt að reisa við þann lausafjárvanda sem var uppi og það var gert með margvíslegum hætti eins og ég hef nefnt. ... Það voru fyrst og fremst Norðurlöndin sem vildu veita okkur aðstoð þótt leitað hafi verið víða annars staðar,“ sagði Jóhanna og átti við aðgerðir til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert