Viðbúnaðardeild Seðlabanka Íslands gerði sér grein fyrir þeirri hættu sem var komin upp í íslenska bankakerfinu í nóvember 2007. Þetta kom fram í máli Sylvíu Kristínar Ólafsdóttur, fv. forstöðumanns viðbúnaðardeildar á fjármálasviði Seðlabanka Íslands, í skýrslugjöf fyrir Landsdómi fyrir stundu.
Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, bað Sylvíu Kristínu að gera grein fyrir menntun sinni.
Sylvía Kristín: Verkfræðingur, meistarapróf frá London School of Economics. Hafði unnið hjá slökkviliðinu hjá almannavarnadeild höfuðborgarsvæðisins áður en hún tók til starfa hjá Seðlabanka Íslands.
Sigríður: Telur þú að staðan hafi verið sú að í ársbyrjun 2008 hafi vofað mikil hætta yfir Íslandi og bankakerfinu?
Sylvía Kristín: Kem inn í SÍ eftir að míníkrísan 2006 kom til. Í nóvember 2007 gerðum við okkur grein fyrir þessari hættu. Vorum að gera lausafjárpróf og álagspróf. Stigmagnaðist eftir því sem fram leið á árið 2008.
Talað um að undirbúa áfall
Sigríður: Vitnar í texta um að raunveruleg hætt hafi verið á ferðum 2008.
Sylvía Kristín: Rijfar upp að það var gerð viðlagaæfing hjá stjórnvöldum 2007. „Það var talað um það þannig að við ættum að undirbúa okkur undir áfallið eins og það gæti gerst... Markaðsfjármögnunin var veikur punktur hjá bönkunum á þessum tíma. Markaðarnir voru þeim nær lokaðir.“
Sigríður: Samkvæmt lið í ákærunni er ákærði sakaður um að hafa vanrækt að gæta þess að störf samráðshóps væru markviss og skiluðu tilætluðum árangri. Þú þekktir til starfa þessa hóps?
Sylvía Kristín: Kvaðst þekkja til starfa hópsins úr fjarlægð. Var kölluð til af fólki í fjármálaráðuneytinu og tók þátt í gerð sviðsmynda. Gerir ráð fyrir að þessi sviðsmyndagerð hafi ratað inn í samráðshópinn. Sagði þar hafa verið rædda valmöguleika sem væru tiltækir ef til fjármálaáfalls kæmi. „Það varð snemma ljóst að úrræðin og kostirnir voru fáir og enginn þeirra góður í raun og veru,“ sagði Sylvía Kristín. Sagði það svo hafa verið vilja sinn að til yrði kallaður aðgerðahópur því samráðshópurinn hafi frekar verið umræðuvettvangur. „En það var kannski auðveldara í orði en á borði að koma með hugmyndir á þessu stigi málsins.“
Heimildirnar skorti
Kveðst ekki hafa litið á það sem hlutverk samráðshópsins að legja fram viðbúnaðaráætlun. „Fyrst fannst mér það vanta... en svo sáum við að heimildir hans til slíks voru ekki til staðar.“
Segir að út frá störfum sínum hjá slökkviliðinu sé það ljóst að allt snúist ekki um viðlagaáætlun heldur frekar það að menn séu vanir að vinna saman. Lýsti svo yfir athugasemdum með að viðbragðsáætlun hefði skilað miklu.
Sigríður saksóknari spyr um svörtu bókina í Seðlabanka Íslands.
Sylvía Kristín: Þessi svarta bók var gerð eftir írskri línu. Ákváðu að gera hana rafræna. „Hugmyndafræðin hjá almennavörnum eins og ég skil hana er að vera með kerfi sem virkar frá hinu smáa slysi yfir í það stóra,“ sagði Sylvía Kristín og nefndi hvernig þessu væri sumpart ólíkt farið við viðbrögð við áföllum í fjármálakerfinu, enda komi sömu aðilar að smáum óhöppum og stórum.
Sigríður spurði út í viðbúnað við greiðslumiðlun og lýsti Sylvía Kristín þá því yfir að hún teldi að þrekvirki hefði verið unnið í Seðlabankanum við að tryggja hana í hruninu.
„Það voru allir komnir að borðinu eftir Glitnishelgina og þá er málið komið úr höndum Seðlabankans,“ sagði Sylvía Kristín um hina örlagaríku helgi.