Ágúst Torfi til Jarðborana

Jarðboranir
Jarðboranir mbl.is

Stjórn Jarðborana hefur ráðið Ágúst Torfa Hauksson verkfræðing sem nýjan forstjóra Jarðborana hf. og mun hann hefja störf nú á næstunni samkvæmt samkomulagi við fyrri vinnuveitanda.

Ágúst er 37 ára gamall vélaverkfræðingur. Hann lauk B.Sc.-gráðu frá Háskóla
Íslands árið 1999 og meistaranámi við University of British Columbia í Kanada
árið 2001. Ágúst hefur m.a. stundað rannsóknir í varmafræðum við University of
British Columbia og unnið hjá VGK-verkfræðistofunni m.a. við verkefni tengd
orkuvinnslu og nýtingu jarðvarma. Á árunum 2005 til 2011 var Ágúst framkvæmdastjóri hjá Brimi hf. á Akureyri, en frá 2011 hefur hann starfað sem forstjóri Norðurorku hf.

Ágúst Torfi Hauksson
Ágúst Torfi Hauksson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert