Heimila fjármálafyrirtækjum samstarf

Samkeppniseftirlitið
Samkeppniseftirlitið mbl.is/Heiðar

Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur í dag heim­ilað með ákvörðun nr. 4/​2012 fjár­mála­fyr­ir­tækj­um af­markað sam­starf sem miðar að því að hraða úr­vinnslu skulda­mála sem varða geng­is­bund­in lán, í fram­haldi af dómi Hæsta­rétt­ar Íslands frá 15. fe­brú­ar sl.

Við ákvörðun­ina er horft til mik­il­væg­is þess að hraða end­ur­skipu­lagn­ingu skulda ein­stak­linga og fyr­ir­tækja. Er heim­ild­in bund­in ít­ar­leg­um skil­yrðum sem lúta að formi og um­gjörð sam­starfs­ins og hátt­semi bank­anna í tengsl­um við úr­vinnslu um­ræddra lána.

„Áhersla er lögð á að neyt­end­ur njóti sann­gjarnr­ar hlut­deild­ar í ávinn­ingi sam­starfs­ins. Er leit­ast við að tryggja það með skil­yrðum sem kveða á um þátt­töku umboðsmanns skuld­ara í sam­ráðinu og full­trúa Neyt­enda­stofu og tals­manns neyt­enda einnig gert mögu­legt að taka þátt. Einnig er sett það skil­yrði að sam­starfið bindi ekki hend­ur ein­stakra lán­veit­enda til þess að veita viðskipta­vin­um sín­um betri kjör auk þess sem sam­starfsaðilum er bannað að krefjast máls­kostnaðar í dóms­mál­um sem höfðuð verða í kjöl­far sam­vinn­unn­ar.

Enn­frem­ur er það skil­yrði sett að fjár­mála­fyr­ir­tæk­in fresti fulln­ustuaðgerðum vegna krafna sem ljóst er að falli und­ir dóm Hæsta­rétt­ar, meðan á sam­starf­inu stend­ur. Sam­starfið er af­markað að öðru leyti við fjár­mála­fyr­ir­tæki sem veitt hafa út­lán sem fallið geta und­ir fyrr­greind­an dóm Hæsta­rétt­ar og ber hverju þess­ara fyr­ir­tækja að skipa fast­an full­trúa sem sinn­ir sam­starf­inu fyr­ir þeirra hönd. Jafn­framt skal skrá­setja sam­starfið og halda gögn um fundi og ákv­arðanir. Er með þessu reynt að girða fyr­ir að sam­starfið leiði til víðtæk­ara sam­ráðs,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka