Össur kannast ekki við útrásarstefnu

Össur Skarphéðinsson kemur fyrir Landsdóm í dag.
Össur Skarphéðinsson kemur fyrir Landsdóm í dag. Kristinn Ingvarsson

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og iðnaðarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar á árunum 2007 til 2009 kveðst ekki hafa haft aðkomu að þeirri áherslu í stefnuyfirlýsingu flokkanna að styðja bæri við útrás íslenskra fyrirtækja á erlendri grundu. Það væri verk bakhópa.

Þetta kom fram þegar Össur gaf skýrslu fyrir Landsdómi í dag en eitt ákæruatriðið á hendur Geir H. Haarde varðar „að hafa vanrækt að hafa frumkvæði að virkum aðgerðum af hálfu ríkisvaldsins til að draga úr stærð íslenska bankakerfisins með því til að mynda að stuðla að því að bankarnir minnkuðu efnahagsreikning sinn eða einhverjir þeirra flyttu höfuðstöðvar sínar úr landi“.

Höfuðstöðvarnar yrðu á Íslandi

Eins og lesa má í viðhenginu með þessari frétt var sérstaklega vikið að útrásinni í stefnuyfirlýsingu flokkanna sumarið 2007 og tiltekið að tryggja ætti að höfuðstöðvar bankanna yrðu á Íslandi.

Sagði þar m.a.:

„Íslenskt atvinnulíf mun einkennast í sívaxandi mæli af þekkingarsköpun og útrás...Ríkisstjórnin vill skapa kjörskilyrði fyrir áframhaldandi vöxt, útflutning og útrás íslenskra fyrirtækja... Í umbreytingu íslensks atvinnulífs á undanförnum árum felst meðal annars aukið vægi ýmiss konar alþjóðlegrar þjónustustarfsemi, þar á meðal fjármálaþjónustu. Ríkisstjórnin stefnir að því að tryggja að slík starfsemi geti áfram vaxið hér á landi og sótt inn á ný svið í samkeppni við önnur markaðssvæði og að útrásarfyrirtæki sjái sér áfram hag í að hafa höfuðstöðvar á Íslandi. Áhersla verður lögð á að efla Fjármálaeftirlitið til þess að íslenski fjármálamarkaðurinn njóti fyllsta trausts.

Hluti af „fylliríiÍslendinga

Orðrétt sagði Össur um fund forystumanna flokkanna á Þingvöllum sumarið 2007 þar sem stjórnarsamstarfið var handsalað er hann rifjaði þær samræður upp fyrir Landsdómi í dag:

„Ég minnist þess ekki að það hafi verið rætt... Samstarfsyfirlýsingin er stundum rituð af bakhópum... Þetta var partur af því fyllirí sem samfélagið var á á þessu sviði.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert