Landsdómur í myndum

Saksóknari Alþingis, Sigríður J. Friðjónsdóttir og varasaksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson, …
Saksóknari Alþingis, Sigríður J. Friðjónsdóttir og varasaksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson, í Þjóðmenningarhúsinu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Aðalmeðferð í Lands­dóms­mál­inu á hend­ur Geir H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, hófst í Þjóðmenn­ing­ar­hús­inu á mánu­dag. Ljós­mynd­ar­ar Morg­un­blaðsins, Krist­inn Ingvars­son og Ragn­ar Ax­els­son, hafa fylgst með fram­vindu málsn­is í gegn­um lins­una alla vik­una. Hér að neðan má sjá Lands­dóms­málið í mynd­um.

Tek­in verður skýrsla af fimm­tíu vitn­um í mál­inu og hafa 30 þeirra þegar lokið skýrslu­gjöf. Á mánu­dag, 12. mars, mæt­ir Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, fyr­ir Lands­dóm kl. 9. Þá mæt­ir Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður Kaupþings banka, og á eft­ir hon­um gef­ur Lár­us Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is, skýrslu fyr­ir dómn­um.

Eft­ir há­degi mæt­ir Stefán Svavars­son, aðal­end­ur­skoðandi Seðlabank­ans, og gef­ur skýrslu fyr­ir Lands­dómi og á eft­ir hon­um Hall­dór J. Kristjáns­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans. Um kl. 15.15 ber Sig­ur­jón Þ. Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans, vitni og síðast­ur á vitna­lista mánu­dags­ins er Björgólf­ur Guðmunds­son, fyrr­ver­andi formaður bankaráðs Lands­bank­ans.

Gert er ráð fyr­ir að skýrslu­tök­um fyr­ir Lands­dómi ljúki á þriðju­dag, 13. mars.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert