Landsdómur í myndum

Saksóknari Alþingis, Sigríður J. Friðjónsdóttir og varasaksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson, …
Saksóknari Alþingis, Sigríður J. Friðjónsdóttir og varasaksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson, í Þjóðmenningarhúsinu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Aðalmeðferð í Landsdómsmálinu á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hófst í Þjóðmenningarhúsinu á mánudag. Ljósmyndarar Morgunblaðsins, Kristinn Ingvarsson og Ragnar Axelsson, hafa fylgst með framvindu málsnis í gegnum linsuna alla vikuna. Hér að neðan má sjá Landsdómsmálið í myndum.

Tekin verður skýrsla af fimmtíu vitnum í málinu og hafa 30 þeirra þegar lokið skýrslugjöf. Á mánudag, 12. mars, mætir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, fyrir Landsdóm kl. 9. Þá mætir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings banka, og á eftir honum gefur Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, skýrslu fyrir dómnum.

Eftir hádegi mætir Stefán Svavarsson, aðalendurskoðandi Seðlabankans, og gefur skýrslu fyrir Landsdómi og á eftir honum Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans. Um kl. 15.15 ber Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, vitni og síðastur á vitnalista mánudagsins er Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans.

Gert er ráð fyrir að skýrslutökum fyrir Landsdómi ljúki á þriðjudag, 13. mars.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka