Össur: Davíð taldi þá glæpamenn

Þjóðmenningarhúsið
Þjóðmenningarhúsið mbl.is / Hjörtur

Össur Skarp­héðins­son, fv. iðnaðarráðherra, sagði við skýrslu­gjöf fyr­ir Lands­dómi fyr­ir stundu að Davíð Odds­son, þáver­andi seðlabanka­stjóri, hefði komið inn á rík­is­stjórn­ar­fund skömmu fyr­ir hrunið og lýst þeirri skoðun sinni að hóp­ar í tveim bönk­um hefðu gerst sek­ir um landráð.

Það hefði verið skoðun Davíðs að því þyrfti að fjölga í efna­hags­brota­deild rík­is­lög­reglu­stjóra.

Össur kvaðst ekki þekkja neinn sem hefði lagt til hvernig minnka mætti banka­kerfið 2008. Flest­ir hefðu mært bank­anna 2007.

„Ögmund­ur [Jónas­son] ræddi þá hug­mynd að selja bank­ana úr landi... og var næst­um því slátrað fyr­ir. Fáir höfðu heyrt vit­laus­ari hug­mynd þá. Þannig var hug­mynd Ögmund­ar tekið.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert