Össur: Davíð taldi þá glæpamenn

Þjóðmenningarhúsið
Þjóðmenningarhúsið mbl.is / Hjörtur

Össur Skarphéðinsson, fv. iðnaðarráðherra, sagði við skýrslugjöf fyrir Landsdómi fyrir stundu að Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, hefði komið inn á ríkisstjórnarfund skömmu fyrir hrunið og lýst þeirri skoðun sinni að hópar í tveim bönkum hefðu gerst sekir um landráð.

Það hefði verið skoðun Davíðs að því þyrfti að fjölga í efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra.

Össur kvaðst ekki þekkja neinn sem hefði lagt til hvernig minnka mætti bankakerfið 2008. Flestir hefðu mært bankanna 2007.

„Ögmundur [Jónasson] ræddi þá hugmynd að selja bankana úr landi... og var næstum því slátrað fyrir. Fáir höfðu heyrt vitlausari hugmynd þá. Þannig var hugmynd Ögmundar tekið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert