Ráðherrar funduðu í Færeyjum

Jacob Vestergaard og Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherrar.
Jacob Vestergaard og Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherrar.

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, átti í dag fund í Þórshöfn í Færeyjum með Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja.

Ráðherrarnir ræddu ásamt embættismönnum um gagnkvæmar veiðiheimildir og deilistofna. Engar stórar breytingar voru gerðar á núverandi samningum  milli þjóðanna fyrir utan að heimildir Færeyinga til veiða á lúðu voru felldar úr gildi en þær hafa verið bannaðar tímabundið innan íslenskrar fiskveiðilögsögu.

Að auki verður ekki lengur um að ræða gagnkvæmar heimildir til veiða á túnfiski. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert