Varpar ljósi á hegðun margra Íslendinga

Lilja Mósesdóttir, alþingismaður.
Lilja Mósesdóttir, alþingismaður. mbl.is/Ómar

„Vitnaleiðslur fyrir Landsdómi varpa ljósi á hegðun sem einkennir því miður alltof marga Íslendinga, þ.e. að bíða eftir að vandamálin hverfi,“ segir Lilja Mósesdóttir, alþingismaður, á Facebook-síðu sinni í dag. Ef vandamálin gufa ekki upp sé gripið til þess ráðs að kenna öllum öðrum um hvernig fór.

„Fyrir hrun mátti enginn gagnrýna stærð og starfsemi bankanna án þess að verða hafður að háði og spotti í fjölmiðlaumræðunni. Eftir hrun má ekki vekja athygli á vanda skuldsettra heimila og almennum leiðum til að leiðrétta forsendubrest þeirra án þess að fá yfir sig ásakanir um yfirboð og töfrabrögð,“ segir hún.

Facebook-síða Lilju Mósesdóttur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert