Engar virkjanir í neðri hluta Þjórsár

Neðri hluti Þjórsár.
Neðri hluti Þjórsár. www.mats.is

Stjórn­ar­flokk­arn­ir hafa kom­ist að sam­komu­lagi um að lagt verði til í vænt­an­legri þings­álykt­un um virkj­un­ar­kosti að hug­mynd­ir um þrjár virkj­an­ir í Þjórsá verði sett­ar í biðflokk, að sögn traustra heim­ild­ar­manna í flokk­un­um tveim.

Nær víst sé að sam­komu­lagið verði staðfest í rík­is­stjórn og kynnt á næstu dög­um. Jafn­framt kem­ur fram að ekki verði hróflað við þeim til­lög­um um virkj­an­ir á Reykja­nesskaga sem verk­efn­is­stjórn um ramm­a­áætl­un lagði fram í fyrra en hug­mynd­ir um jarðvarma­virkj­un við Há­göngu­lón og vatns­afls­virkj­un við Skrok­köldu fari í biðflokk.

Sam­fylk­ing­armaður­inn Katrín Júlí­us­dótt­ir iðnaðarráðherra og Svandís Svavars­dótt­ir, um­hverf­is­ráðherra úr VG, lögðu í ág­úst sl. fram drög að sam­eig­in­legri þings­álykt­un­ar­til­lögu um virkj­un­ar­kosti. Fjöldi um­sagna barst um til­lög­una en dreg­ist hef­ur að ná sam­komu­lagi um end­an­lega þings­álykt­un­ar­til­lögu.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að heim­ild­ar­menn segja, að óánægja sé meðal margra VG-liða vegna virkj­ana á Reykja­nesskaga; þeir segi að þar verði úti­vistarperl­um fórnað fyr­ir jarðvarma­virkj­an­ir. Liðsmenn VG hafa bar­ist á móti virkj­un­um í neðri hluta Þjórsár með þeim rök­um að þeim fylgi mikið um­hverf­isrask auk þess sem laxa­stofn­um verði ógnað.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert