Engar virkjanir í neðri hluta Þjórsár

Neðri hluti Þjórsár.
Neðri hluti Þjórsár. www.mats.is

Stjórnarflokkarnir hafa komist að samkomulagi um að lagt verði til í væntanlegri þingsályktun um virkjunarkosti að hugmyndir um þrjár virkjanir í Þjórsá verði settar í biðflokk, að sögn traustra heimildarmanna í flokkunum tveim.

Nær víst sé að samkomulagið verði staðfest í ríkisstjórn og kynnt á næstu dögum. Jafnframt kemur fram að ekki verði hróflað við þeim tillögum um virkjanir á Reykjanesskaga sem verkefnisstjórn um rammaáætlun lagði fram í fyrra en hugmyndir um jarðvarmavirkjun við Hágöngulón og vatnsaflsvirkjun við Skrokköldu fari í biðflokk.

Samfylkingarmaðurinn Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra úr VG, lögðu í ágúst sl. fram drög að sameiginlegri þingsályktunartillögu um virkjunarkosti. Fjöldi umsagna barst um tillöguna en dregist hefur að ná samkomulagi um endanlega þingsályktunartillögu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að heimildarmenn segja, að óánægja sé meðal margra VG-liða vegna virkjana á Reykjanesskaga; þeir segi að þar verði útivistarperlum fórnað fyrir jarðvarmavirkjanir. Liðsmenn VG hafa barist á móti virkjunum í neðri hluta Þjórsár með þeim rökum að þeim fylgi mikið umhverfisrask auk þess sem laxastofnum verði ógnað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka