Framkvæmdastjórn falið að klára siðareglur

Frá flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í morgun.
Frá flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í morgun. Árni Sæberg

Tillaga þess efnis að framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar verði falið að taka tillit til þeirra breytingatillagna sem lagðar voru fram á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag á siðareglum Samfylkingarinnar og vinna úr þeim til birtingar var samþykkt á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar nú fyrir stuttu.

Á fundinum var stuttur ræðutími fundarmanna gagnrýndur af nokkrum fundarmönnum. „Þetta eru þrjár mínútur á mann, þetta er skrípaleikur,“ sagði Birgir Dýrfjörð í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í morgun en hann var einn þeirra sem gagnrýndu stuttan tíma sem fundarmenn hafa til þess að ræða og leggja fram breytingartillögur á tillögum um siðareglur Samfylkingarinnar sem og framlögðum breytingatillögum á lögum flokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka