Fyrrverandi borgarstjóri íhugar forsetaframboð

Þórólfur Árnason.
Þórólfur Árnason. mbl.is/Sigurður Jökull

 Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, íhugar að bjóða sig fram til forseta Íslands. Hann segist um hríð hafa velt framboði fyrir sér en eftir yfirlýsingu Ólafs Ragnars Grímssonar um að gefa áfram kost á sér hafi ný staða komið upp. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Haft var eftir Þórólfi í fréttinni að stuðningsmenn hans hefðu um hríð undirbúið mögulegt framboð. Hins vegar hafi ný staða komið upp þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ákvað að gefa kost á sér áfram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert