„Kostirnir augljósir“

Jóhanna Sigurðardóttir í ræðustóli á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag.
Jóhanna Sigurðardóttir í ræðustóli á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. Morgunblaðið/Árni Sæberg

„Í mín­um huga eru kost­irn­ir aug­ljós­ir,“ sagði Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra á flokks­stjórn­ar­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í morg­un og bætti við: „Óbreytt ástand kem­ur ekki til greina og valið stend­ur á milli þess að af­sala sér full­veldi Íslands í pen­inga­mál­um með ein­hliða upp­töku ann­ars gjald­miðils eða ger­ast full­gild­ur aðili að ESB og sam­starfi evru­ríkj­anna sem full­valda þjóð með aðkomu að ákv­arðana­töku og stefnu­mót­un í öll­um sam­starfs­mál­um.“

Jó­hanna tók einnig fram að um þetta sner­ist það umboð sem Alþingi veitti rík­is­stjórn­inni til þess að fara í aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið. Jó­hanna fagnaði jafn­framt umræðu um ým­iss kon­ar kosti í gjald­eyr­is­mál­um og sagði sönn­un þess að þörf væri á raun­hæf­um aðgerðum í þeim mál­um. „Jafn­vel þannig að full­veldi Íslands í pen­inga­mál­um verði fórnað með ein­hliða upp­töku gjald­miðils annarr­ar þjóðar. Umræða um ein­hliða upp­töku kan­ada­doll­ars, norskr­ar krónu, evru eða sviss­neskra franka ber þessa merki. Það ber að fagna umræðunni um alla þessa kosti en hún fær­ir okk­ur heim sann­inn um að raun­hæfra aðgerða er þörf,“ sagði Jó­hanna á flokks­stjórn­ar­fund­in­um í morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert