Fréttaskýring: Mikið reiptog á bak við tjöldin

Frá neðri hluta Þjórsár.
Frá neðri hluta Þjórsár. mbl.is/Rax

Ramm­a­áætl­un um virkj­ana­kosti og for­gangs­röðun þeirra var loks lögð fram í fyrra og í ág­úst sam­eig­in­leg þings­álykt­un­ar­til­laga þeirra Katrín­ar Júlí­us­dótt­ur iðnaðarráðherra og Svandís­ar Svavars­dótt­ur um­hverf­is­ráðherra um málið. Tals­vert var vikið frá til­lög­um verk­efn­is­stjórn­ar um ramm­a­áætl­un í hug­mynd­um ráðherr­anna.

Kallað var eft­ir ábend­ing­um og at­huga­semd­um en vitað er að mik­ill ágrein­ing­ur er um málið milli stjórn­ar­flokk­anna tveggja. En nú segja traust­ir heim­ild­ar­menn að búið sé að ná sam­komu­lagi sem feli m.a. í sér að hætt verði við virkj­an­irn­ar þrjár í neðri­hluta Þjórsár.

Ljóst er að verði þess­ar virkj­an­ir, með alls um 265 mega­vatta orku, sett­ar í biðstöðu verður málið í salti í mörg ár. Andstaðan við um­rædd­ar virkj­an­ir hef­ur verið hörð í röðum Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs. Sum­um finnst að þegar sé búið að virkja nóg á Íslandi, nær sé að minnka orku­notk­un hér­lend­is.

Upp­bygg­ing kost­ar orku

Í Sam­fylk­ing­unni vilja marg­ir leggja á at­vinnu­upp­bygg­ingu sem krefst orku en veld­ur lít­illi meng­un, nefna má gagna­ver og fleira. Þá verður samt að virkja, annaðhvort vatns­afl eða jarðvarma. Stuðnings­menn virkj­ana benda á að lands­lag við neðri hluta Þjórsár sé þegar að miklu leyti mann­gert. Bænd­ur hafa öld­um sam­an ræktað tún við ána og stundað marg­vís­leg­ar jarðabæt­ur. Ósnortið sé svæðið því ekki og tjónið af völd­um virkj­ana verði lítið miðað við raskið á há­lend­inu vegna Kára­hnjúka­virkj­un­ar.

Helstu rök­in gegn þess­um virkj­un­um eru að þeim fylgi samt sem áður allt of mikið um­hverf­isrask. Hags­munaðilar í laxveiðum hafa sagt að laxa­stofn­inn í Þjórsá verði fyr­ir óbæt­an­legu tjóni, búsvæði muni minnka og af­föll verða á seiðum. Lax­inn í ánni er aðallega veidd­ur í net. Ítar­leg­ar rann­sókn­ir hafa verið gerðar á fiski­stofn­um í ánni allt frá ár­inu 1973, áhrif­um fyr­ir­hugaðra virkj­ana og mót­vægisaðgerða sem ráðast mætti í.

Líta má á gerð laxa­stig­ans við Búðafoss árið 1991 sem snemm­búna mót­vægisaðgerð.

For­gangs­röðin hunsuð

Þegar hef­ur verið varið geysi­miklu fé í að rann­saka ýmsa ork­u­nýt­ing­ar­kosti sem síðan hafa verið sett­ir í biðflokk eða jafn­vel vernd­ar­flokk. Nefna má Norðlinga­öldu­veitu og jarðvarma­virkj­an­ir við Bitru og í Græna­dal. Verk­efn­is­stjórn um gerð ramm­a­áætl­un­ar um nýt­ingu vatns­afls og jarðvarma skilaði af sér skýrslu í fyrra en unnið hef­ur verið að þess­ari áætl­un frá 1999. Starfið kostaði um 500 millj­ón­ir króna.

Lögð var áhersla á að með slíkri áætl­un væri stefnt að fag­leg­um vinnu­brögðum. Safnað yrði öll­um not­hæf­um gögn­um til að meta virkj­un­ar­kosti út frá hag­kvæmni þeirra og mis­mun­andi mikl­um áhrif­um á um­hverfið, kost­un­um síðan raðað í flokka.

Vandi stjórn­ar­flokk­anna er að um leið og þeir breyta for­gangs­röðinni verður erfitt fyr­ir þá að verj­ast ásök­un­um um að þeir láti póli­tík og jafn­vel geðþótta ráða för, ekki fag­leg sjón­ar­mið. Arf­tak­ar þeirra í stjórn­ar­ráðinu munu því sigla lygn­an sjó ef þeim þókn­ast að breyta for­gangs­röð verk­efn­is­stjórn­ar­inn­ar.

Jarðvarm­inn á Reykja­nesskag­an­um verður nýtt­ur

Vitað er að mik­ill ónýtt­ur jarðvarmi er víða á Reykja­nesskag­an­um og sam­komu­lagið mun ganga út á að þar verði leyft að virkja. En nátt­úru­vernd­arsinn­ar hafa hins veg­ar and­mælt hug­mynd­un­um harðlega og sagt að úti­vistarperl­um verði fórnað ef þings­álykt­un­ar­til­laga ráðherr­anna frá í ág­úst verði samþykkt.

Einnig hef­ur verið full­yrt að jarðvarm­inn á Íslandi sé mun minni en ætlað hafi verið og hratt muni ganga á hann ef reist­ar verði stór­virkj­an­ir. Þessu eru starfs­menn Orku­stofn­un­ar al­veg ósam­mála. Rann­saka þurfi Reykja­nessvæðið bet­ur áður en hægt sé að áætla ná­kvæm­lega hve mik­il ork­an sé en hún sé ríku­leg. Ávallt sé dregið úr dæl­ingu hafi svæði verið of­nýtt og beðið þangað til það hafi jafnað sig.

Virkj­an­ir í neðri hluta Þjórsár færðar niður í biðflokk

Stjórn­ar­flokk­arn­ir hyggj­ast færa þrjár fyr­ir­hugaðar virkj­an­ir í neðri hluta Þjórsár úr fram­kvæmda­flokki í biðflokk, Holta­virkj­un, Hvamms­virkj­un og Urriðafoss­virkj­un. Sam­an­lögð orka þeirra er 265 mega­vött. Um­hverf­is­ráðherra neitaði í janú­ar 2010 að staðfesta skipu­lags­breyt­ing­ar sem snúa að um­rædd­um virkj­un­um en Hæstirétt­ur dæmdi ákvörðun ráðherra ólög­lega.

Land­virkj­un lýsti því yfir 2007 að þessa orku ætti að nýta til ann­ars en stóriðju­vera. En heim­ild­ar­menn benda á að hæpið sé að tala um að orka af ákveðnu svæði fari til eins fyr­ir­tæk­is frek­ar en ann­ars. Hring­teng­ing orku­nets­ins merk­ir að ork­an er ekki eyrna­merkt; hún get­ur verið fram­leidd fyr­ir aust­an en endað í ál­veri á Vest­ur­landi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert