Samfylkingin ein með skýra ESB-stefnu

Jóhanna Sigurðardóttir, Margrét Sverrisdóttir og fleiri á flokksráðsfundinum í dag.
Jóhanna Sigurðardóttir, Margrét Sverrisdóttir og fleiri á flokksráðsfundinum í dag. Morgunblaðið/Árni Sæberg

„Enn sem komið er er Sam­fylk­ing­in eini stjórn­mála­flokk­ur­inn sem hef­ur talað skýrt í þess­um efn­um og talað fyr­ir Evr­ópu­sam­bandsaðild og upp­töku evru,“ sagði Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra á flokks­stjórn­ar­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar fyr­ir skömmu. Hún sagði tal um Kan­ada­doll­ar og norska krónu bera merki um þetta.

Einnig benti Jó­hanna á að róður­inn myndi létt­ast með af­námi gjald­eyr­is­hafta en í ræðu sinni fjallaði hún mikið um gjald­eyr­is­mál og lagði áherslu á að ís­lenska krón­an væri stærsta ógn­in við stöðug­leika hér á landi.

„Kæru fé­lag­ar, aðild Íslands að ESB og upp­taka evru skipt­ir miklu um framtíð Íslands og þjóðar,“ sagði Jó­hanna og bætti við að slík aðild hefði sér­stak­lega góð áhrif fyr­ir ungt fólk hér á landi m.a. með lækk­un skóla­gjalda inn­an Bret­lands. „Átta menn sig á því að með upp­töku evru minnk­ar stór­kost­lega geng­isáhætta fyr­ir ís­lenska náms­menn.“

Land tæki­fær­anna

Hún sagði einnig að hvergi í heim­in­um hefði stjórn­ar­skrá verið mótuð með jafn­lýðræðis­leg­um hætti og hér hef­ur verið gert. Í ræðu sinni fjall­ar Jó­hanna einna helst um Evr­ópu­mál­in, nýja stjórn­ar­skrá og þjóðar­eign á auðlind­um.

„Hið nýja Ísland fær ein­fald­lega nýj­an stjórn­skipu­leg­an grun mótaðan af þjóðinni fyr­ir þjóðina,“ sagði Jó­hanna um til­lög­ur stjórn­lagaráðs að nýrri stjórn­ar­skrá og bætti við að Ísland væri svo sann­ar­lega land tæki­fær­anna.

„Stjórn­völd hafa á und­an­förn­um miss­er­um tryggt náms­mönn­um 1.000 sum­arstörf sem hafa oft á tíðum tengst námi þeirra,“ sagði Jó­hanna varðandi átak stjórn­valda í at­vinnu­mál­um og bætti við að fjöldi at­vinnu­lausra hefði nú hafið há­skóla­nám og að um 70% þeirra hefði gengið vel í námi, þá væri stór hluti þeirra far­inn af bót­um.

Einnig sagði hún mik­il­vægt að setja fram mark­vissa áætl­un um hvernig hægt væri að bæta lífs­skil­yrði ungs fólks á næstu árum. Hún sagði þetta vera í fyrsta skipti sem slík áætl­un hefði verið unn­in hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert