Úrsögnin var áfall

Lilja Mósesdóttir þingmaður og formaður Samstöðu
Lilja Mósesdóttir þingmaður og formaður Samstöðu Sigurgeir Sigurðsson

Lilja Móses­dótt­ir, formaður Sam­stöðu, seg­ir að það hafi verið öll­um sem koma að flokkn­um mikið áfall þegar ann­ar vara­formaður flokks­ins, Sig­urður Þ. Ragn­ars­son, sagði sig úr hon­um. Hún hafn­ar því að um klofn­ing sé að ræða. Lilja seg­ist um tíma hafa verið ná­lægt því að hætta á þingi og seg­ir stofn­un Sam­stöðu hafa verið nauðsyn­legt mót­vægi við fjór­flokk­inn.

Þetta seg­ir Lilja í viðtali í Sunnu­dags­mogg­an­um í dag.

„Frá því ég sagði mig úr VG í mars á síðasta ári og þangað til í lok októ­ber íhugaði ég að hætta á þingi og var reynd­ar mjög ná­lægt því. En þetta sum­ar höfðu marg­ir sam­band við mig og reyndu að sann­færa mig um að ég hefði mik­inn stuðning úti í sam­fé­lag­inu. Að ég væri að bregðast þeim stuðningi með því að hætta áður en mér hefði tek­ist að ljúka verk­efni mínu, þ.e. að tryggja hags­muni al­menn­ings í end­ur­mót­un sam­fé­lags­ins eft­ir hrun. Ég var sam­mála þessu, en fannst til­gangs­lítið að ganga aft­ur inn í valda­kerfi fjór­flokks­ins og reyna að ná fram breyt­ing­um þaðan. Þess vegna ákvað ég að stofna nýj­an flokk sem val­kost við fjór­flokk­inn, þó ég vissi að það myndi taka all­an minn tíma og orku næstu árin. Þegar við vor­um að und­ir­búa stofn­un­ina lagði ég áherslu á að fá til liðs við mig ein­stak­linga úr ólík­um átt­um til að móta grund­vall­ar­stefnu Sam­stöðu og mynda bráðabrigðastjórn flokks­ins fram að næsta lands­fundi,“ seg­ir Lilja.

En þið hafið ekki unnið sér­lega þétt sam­an. Ann­ar af tveim­ur vara­for­mönn­um flokks­ins, Sig­urður Þ. Ragn­ars­son, sagði sig úr hon­um mánuði eft­ir að til­kynnt var um stofn­un hans.
„Það var mikið áfall fyr­ir okk­ur öll. Ég kynnt­ist Sig­urði aðeins þegar hann var á Útvarpi Sögu. Þá talaði hann um að ég yrði endi­lega að láta sig vita þegar ég stofnaði flokk­inn. Sem ég og gerði. En þar sem við vor­um að vinna á bak við tjöld­in fyrstu mánuðina, þá varð það að sam­komu­lagi að við segðum ekki frá því út fyr­ir hóp­inn hverj­ir væru í hon­um. Þannig að ég hafði ekki þetta tæki sem maður not­ar alltaf; að kanna bak­grunn fólks áður en því er falið ábyrgðar­stöður. Það hefði hugs­an­lega komið í veg fyr­ir þessa uppá­komu.“

Haft var eft­ir vara­for­mann­in­um fyrr­ver­andi að ein af ástæðunum fyr­ir því að hann sagði af sér væri sú að öðrum í hópn­um hafi fund­ist hann fá helst til mikla
fjöl­miðlaat­hygli. Er það ekki nokkuð fyr­ir­sjá­an­legt, þegar landsþekkt­ur maður á í hlut?

„Við bjugg­umst auðvitað við því að hann fengi meiri at­hygli en marg­ir aðrir og þess vegna töluðum við um að leggja áherslu á að leyfa öll­um að tjá sig við fjöl­miðla. Við vor­um með tvo vara­for­menn, Sig­urð og Agnesi Arn­ar­dótt­ur, sem var al­gjör­lega hunsuð þegar við til­kynnt­um um stofn­un flokks­ins,“ seg­ir Lilja.

Sig­urður kaus að túlka til­mæli um að við þyrft­um að dreifa at­hygl­inni þannig að hann mætti ekki fara í fjöl­miðla. Við margleiðrétt­um hann, en hann kaus að láta óánægju sína í ljós í viðtali í DV. Það var ekki um neinn klofn­ing að ræða í flokkn­um þrátt fyr­ir að fjöl­miðlar hafi farið ham­förum í þessu máli.“

En hvað með þenn­an um­talaða tölvu­póst?. Í tölvu­póst­in­um var ekk­ert sem ekki var rétt og því fannst mér eðli­legt að senda hann á alla viðtak­end­ur.“

En átti Sig­urður að fá hann? „Miðað við viðbrögð hans, þá voru það mis­tök að senda hon­um tölvu­póst­inn á þess­um tíma­punkti.“

Viðtalið er birt í heild sinni í Sunnu­dags­mogg­an­um í dag.

Frá fundi Samstöðu, flokks lýðræðis og velferðar, þann 7. febrúar …
Frá fundi Sam­stöðu, flokks lýðræðis og vel­ferðar, þann 7. fe­brú­ar í Iðnó. Ómar Óskars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert