8,2 milljónir safnast í Mottumars

Fyrirmyndin að lyklakippunni er yfirskegg Árna Þórs Jóhannessonar, sem var …
Fyrirmyndin að lyklakippunni er yfirskegg Árna Þórs Jóhannessonar, sem var útnefnt „Fegursta mottan 2011“ af sérstakri dómnefnd.

Mottumars - árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins vegna baráttunnar gegn krabbameinum hjá körlum - hefur nú staðið í 10 daga. Þegar hafa safnast rúmlega 8,2 milljónir króna.

Dagana 9.-23. mars munu aðildarfélög Krabbameinsfélagsins um land allt selja lyklakippu til ágóða fyrir átakið. Fyrirmyndin að lyklakippunni er yfirskegg Árna Þórs Jóhannessonar, sem var útnefnt „Fegursta mottan 2011“ af sérstakri dómnefnd. 

Það verða Krabbameinsfélögin á Akranesi, Borgarfirði, Breiðafirði, Ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Norðausturlandi, Austfjörðum og Austurlandi, Suðausturlandi, Árnessýslu, Suðurnesjum, og Hafnarfirði sem selja lyklakippuna. Einnig verður hún fáanleg í verslun Krabbameinsfélagsins í  Skógarhlið 8 í Reykjavík og vefverslun félagsins. Lyklakippan kostar 1.500 krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert