Lentu þyrlu á bílastæði

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla með fjóra rússneska auðmenn innanborðs lenti á dögunum á bílastæðinu við Bjarnabúð í Reykholti í Biskupstungum. Þyrlan var einungis í nokkrar mínútur á bílastæðinu en hélt síðan áfram út á Reykjanes.

Íbúum á svæðinu var heldur betur brugðið þegar þeir fylgdust með þyrlunni lenda á bílastæði verslunarinnar og óttuðust sumir þeirra að aðstaðan til lendingar væri of þröng.

Rússnesku auðmennirnir eru sagðir hafa verið í leit að landareignum til þess að kaupa en ekki er vitað hvort þeir höfðu áhuga á sérstökum landareignum. Þyrlan sem Rússarnir ferðuðust með er rekin af ferðaskrifstofunni Luxury Adventures. Daginn eftir þyrluferðina fóru mennirnir áleiðis til borgarinnar Anchorage í Alaskaríki í Bandaríkjunum í sömu erindagjörðum.

Nánar má lesa um málið inn á fréttavefnum Sunnlenska.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert