Mjög hvasst og óvenju hlýtt

Snjó blásið af veginum á Vaðlaheiði. Myndin er úr safni.
Snjó blásið af veginum á Vaðlaheiði. Myndin er úr safni. Skapti Hallgrímsson

Mjög storma­samt var á land­inu í gær­kvöldi og nótt og fór vind­hraði m.a. í hviðum í Skarðsdal á Sigluf­irði í 51,9 m/​s og á Vaðlaheiði sömu­leiðis í yfir 51 m/​s. Mjög hlýtt loft fór yfir landið í nótt og mæld­ist hiti á Eskif­irði rétt eft­ir miðnætti 14,3 stig sem er mjög nærri dæg­ur­meti 10. mars.

Hæsta hita­tala sem er færð á þann dag er 14,5 stig á Haugi í Miðfirði 2004 - en þar mun vera um svo­kallað tvö­falt há­mark að ræða, leif­ar frá hlýj­um gær­degi - en þann dag fór hiti í 15,2 stig á Siglu­nesi. Mest­ur hiti sem skráður er á þann 11. er líka 14,5 stig. Það var á Ak­ur­eyri 1953, skrif­ar Trausti Jóns­son, veður­fræðing­ur, á bloggi sínu.

Á vef skíðasvæðis­ins í Skarðsdal á Sigluf­irði seg­ir frá því að kl. 00.54 í nótt hafi vind­hraði í hviðu mælst 51,9 m/​sek og er þetta mesti vind­ur sem sést hef­ur á mæl­um á skíðasvæðinu. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Veður­stofu Íslands mæld­ist vind­ur t.d. um 51 m/​s á svipuðum tíma á Vaðlaheiði í nótt. Seg­ir vakt­haf­andi veður­fræðing­ur að slík­ur vind­hraði sé vissu­lega frek­ar óvenju­leg­ur. Storma­samt var víða um land í gær­kvöldi og í nótt.

Frá Siglufirði.
Frá Sigluf­irði. mats.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert