Gerðu ekki ráð fyrir kerfishruni

Stefán Svavarsson, aðalendurskoðandi Seðlabankans og stjórnarmaður Fjármálaeftirlitsins.
Stefán Svavarsson, aðalendurskoðandi Seðlabankans og stjórnarmaður Fjármálaeftirlitsins. mbl.is/Kristinn

Endurskoðendur sem fóru yfir uppgjör bankanna gerðu ekki ráð fyrir kerfisáfalli fyrirfram þegar þeir lögðu mat á eignasöfn fjármálafyrirtækja. Stefán Svavarsson, aðalendurskoðandi Seðlabanka Íslands og stjórnarmaður Fjármálaeftirlitsins, lýsti þessari skoðun sinni við vitnaleiðslu fyrir Landsdómi fyrir stundu.

Stefán gerði athugasemdir við umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis um uppgjör bankanna og sýn endurskoðenda á þá.

„En stór hluti af mismun á árshlutareikningum og .... niðurfærsluþörf sem nefndin nefndi kann að stafa af kerfisáfallinu. Ég er þeirrar skoðunar að enginn hafi séð kerfisáfallið fyrir og þar með ekki endurskoðendur... Ég var líka með fyrirvara á þessari grein sem ég nefndi áðan að ef eitthvað í útlánasafninu... væru slæmir innviðir var enginn leið fyrir þá sem voru að lesa reikningana að átta sig á því. ... Það vill svo til að ég hef tekið ... að mér það verkefni hjá Sérstökum saksóknara að gera rannsókn á .... uppgjörum 2007 og árshlutareikningum 2008....Ég tel að það hafi mátt reiða sig á álit endurskoðenda. Kerfisáfallið kom eins og þruma úr heiðskíru loft,“ sagði Stefán meðal annars.

Fylgir hér óbein endursögn á spurningum verjanda og svörum vitnis.

Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, gerði grein fyrir því hvers vegna hann hefði óskað eftir því að Stefán gæfi vitni.

- Andri: Þú starfaðir í Seðlabankanum á árunum fyrir 2008?

- Stefán: Jú. Ég var ráðinn sem innri endurskoðandi bankans árið 2006 og var þar í þrjú ár.

- Andri: Þú gerðir könnun á reikningsskilum bankanna?

- Stefán: Lýsir verkefnum sínum og hvernig hann hafi til dæmis skoðað gengismun. „Man ekki að ég hafi verið beðinn að skila skýrslu í framhaldi af því.“

- Andri: Hafðir þú áhyggjur af afkomu bankanna?

- Stefán: Nei. Þeir sýndu góðan hagnað og styrka eiginfjárstöðu og voru vottaðir af endurskoðunarfyrirtækjum. Endurskoðaðir reikningar áttu að fylgja reglum.

- Andri: Enginn ástæða til að draga þetta í efa? Varstu beðinn um að gera könnun á þessu?

- Stefán: Nei. Ég var ekki beðinn að gera það.

- Andri: Nú kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að þú hafir gert athugasemdir við reikninga bankanna?

- Stefán: Gerir grein fyrir verkefnum sínum innan bankans. Segir mestan tíma sinn hjá rannsóknarnefndinni hafa farið í að skýra reikningshald fyrir fulltrúum nefndarinnar. Hann hafi síðan kunnað ýmsu í umfjöllun nefndarinnar um reikningsskil og bókhald „fálega... „Af því tilefni sendi ég stétt endurskoðenda grein sem ég hafði komið á framfæri í tímariti Háskólans í Reykjavík og var um bankahrunið og kreppuna.“

- Andri spurði vitnið síðan nánar út í stöðu bankanna fyrir hrunið.

Stefán: „Ég var að skýra fyrir rannsóknarnefndinni að reikningsskil bankanna sýndu góða afkomu. Gilti nánast fram að hrundegi. Það var nánast hagnaður fram að hrundegi. Rannsóknarnefndin telur að útlánasafnið hefði þurft að afskrifa miklu meira en nokkurn tímann var gert í reikningum bankanna. Rannsóknarnefndin komst að því að skrifa þyrfti niður um 7.000 milljarða,“ sagði Stefán.

„En stór hluti af mismun á árshlutareikningum og .... niðurfærsluþörf sem nefndin nefndi kann að stafa af kerfisáfallinu. Ég er þeirrar skoðunar að enginn hafi séð kerfisáfallið fyrir og þar með ekki endurskoðendur... Ég var líka með fyrirvara á þessari grein sem ég nefndi áðan að ef eitthvað í útlánasafninu... væru slæmir innviðir var enginn leið fyrir þá sem voru að lesa reikningana að átta sig á því. ... Það vill svo til að ég hef tekið ... að mér það verkefni hjá Sérstökum saksóknara að gera rannsókn á .... uppgjörum 2007 og árshlutareikningum 2008....Ég tel að það hafi mátt reiða sig á álit endurskoðenda. Kerfisáfallið kom eins og þruma úr heiðskíru loft,“ sagði Stefán meðal annars.

- Andri nefnir við dómara að honum hafi ekki verið kunnugt um störf Stefáns fyrir Sérstakan saksóknara. Var eitthvað sem gaf tilefni til að draga uppgjör bankanna á árunum 2007 og 2008 í efa?

- „Endurskoðendur hafa áritað að reikningsskil séu í samræmi við lög og reglur eiga menn þá að geta treyst því,“ sagði Stefán þá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert