Gerðu ekki ráð fyrir kerfishruni

Stefán Svavarsson, aðalendurskoðandi Seðlabankans og stjórnarmaður Fjármálaeftirlitsins.
Stefán Svavarsson, aðalendurskoðandi Seðlabankans og stjórnarmaður Fjármálaeftirlitsins. mbl.is/Kristinn

End­ur­skoðend­ur sem fóru yfir upp­gjör bank­anna gerðu ekki ráð fyr­ir kerf­is­áfalli fyr­ir­fram þegar þeir lögðu mat á eigna­söfn fjár­mála­fyr­ir­tækja. Stefán Svavars­son, aðal­end­ur­skoðandi Seðlabanka Íslands og stjórn­ar­maður Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, lýsti þess­ari skoðun sinni við vitna­leiðslu fyr­ir Lands­dómi fyr­ir stundu.

Stefán gerði at­huga­semd­ir við um­fjöll­un rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is um upp­gjör bank­anna og sýn end­ur­skoðenda á þá.

„En stór hluti af mis­mun á árs­hluta­reikn­ing­um og .... niður­færsluþörf sem nefnd­in nefndi kann að stafa af kerf­is­áfall­inu. Ég er þeirr­ar skoðunar að eng­inn hafi séð kerf­is­áfallið fyr­ir og þar með ekki end­ur­skoðend­ur... Ég var líka með fyr­ir­vara á þess­ari grein sem ég nefndi áðan að ef eitt­hvað í út­lána­safn­inu... væru slæm­ir innviðir var eng­inn leið fyr­ir þá sem voru að lesa reikn­ing­ana að átta sig á því. ... Það vill svo til að ég hef tekið ... að mér það verk­efni hjá Sér­stök­um sak­sókn­ara að gera rann­sókn á .... upp­gjör­um 2007 og árs­hluta­reikn­ing­um 2008....Ég tel að það hafi mátt reiða sig á álit end­ur­skoðenda. Kerf­is­áfallið kom eins og þruma úr heiðskíru loft,“ sagði Stefán meðal ann­ars.

Fylg­ir hér óbein end­ur­sögn á spurn­ing­um verj­anda og svör­um vitn­is.

Andri Árna­son, verj­andi Geirs H. Haar­de, gerði grein fyr­ir því hvers vegna hann hefði óskað eft­ir því að Stefán gæfi vitni.

- Andri: Þú starfaðir í Seðlabank­an­um á ár­un­um fyr­ir 2008?

- Stefán: Jú. Ég var ráðinn sem innri end­ur­skoðandi bank­ans árið 2006 og var þar í þrjú ár.

- Andri: Þú gerðir könn­un á reikn­ings­skil­um bank­anna?

- Stefán: Lýs­ir verk­efn­um sín­um og hvernig hann hafi til dæm­is skoðað geng­is­mun. „Man ekki að ég hafi verið beðinn að skila skýrslu í fram­haldi af því.“

- Andri: Hafðir þú áhyggj­ur af af­komu bank­anna?

- Stefán: Nei. Þeir sýndu góðan hagnað og styrka eig­in­fjár­stöðu og voru vottaðir af end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tækj­um. End­ur­skoðaðir reikn­ing­ar áttu að fylgja regl­um.

- Andri: Eng­inn ástæða til að draga þetta í efa? Varstu beðinn um að gera könn­un á þessu?

- Stefán: Nei. Ég var ekki beðinn að gera það.

- Andri: Nú kem­ur fram í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is að þú haf­ir gert at­huga­semd­ir við reikn­inga bank­anna?

- Stefán: Ger­ir grein fyr­ir verk­efn­um sín­um inn­an bank­ans. Seg­ir mest­an tíma sinn hjá rann­sókn­ar­nefnd­inni hafa farið í að skýra reikn­ings­hald fyr­ir full­trú­um nefnd­ar­inn­ar. Hann hafi síðan kunnað ýmsu í um­fjöll­un nefnd­ar­inn­ar um reikn­ings­skil og bók­hald „fá­lega... „Af því til­efni sendi ég stétt end­ur­skoðenda grein sem ég hafði komið á fram­færi í tíma­riti Há­skól­ans í Reykja­vík og var um banka­hrunið og krepp­una.“

- Andri spurði vitnið síðan nán­ar út í stöðu bank­anna fyr­ir hrunið.

Stefán: „Ég var að skýra fyr­ir rann­sókn­ar­nefnd­inni að reikn­ings­skil bank­anna sýndu góða af­komu. Gilti nán­ast fram að hrun­degi. Það var nán­ast hagnaður fram að hrun­degi. Rann­sókn­ar­nefnd­in tel­ur að út­lána­safnið hefði þurft að af­skrifa miklu meira en nokk­urn tím­ann var gert í reikn­ing­um bank­anna. Rann­sókn­ar­nefnd­in komst að því að skrifa þyrfti niður um 7.000 millj­arða,“ sagði Stefán.

„En stór hluti af mis­mun á árs­hluta­reikn­ing­um og .... niður­færsluþörf sem nefnd­in nefndi kann að stafa af kerf­is­áfall­inu. Ég er þeirr­ar skoðunar að eng­inn hafi séð kerf­is­áfallið fyr­ir og þar með ekki end­ur­skoðend­ur... Ég var líka með fyr­ir­vara á þess­ari grein sem ég nefndi áðan að ef eitt­hvað í út­lána­safn­inu... væru slæm­ir innviðir var eng­inn leið fyr­ir þá sem voru að lesa reikn­ing­ana að átta sig á því. ... Það vill svo til að ég hef tekið ... að mér það verk­efni hjá Sér­stök­um sak­sókn­ara að gera rann­sókn á .... upp­gjör­um 2007 og árs­hluta­reikn­ing­um 2008....Ég tel að það hafi mátt reiða sig á álit end­ur­skoðenda. Kerf­is­áfallið kom eins og þruma úr heiðskíru loft,“ sagði Stefán meðal ann­ars.

- Andri nefn­ir við dóm­ara að hon­um hafi ekki verið kunn­ugt um störf Stef­áns fyr­ir Sér­stak­an sak­sókn­ara. Var eitt­hvað sem gaf til­efni til að draga upp­gjör bank­anna á ár­un­um 2007 og 2008 í efa?

- „End­ur­skoðend­ur hafa áritað að reikn­ings­skil séu í sam­ræmi við lög og regl­ur eiga menn þá að geta treyst því,“ sagði Stefán þá.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert