Hækkar bensín um 5 krónur

mbl.is/Friðrik Tryggvason

Olís hefur hækkað verð á 95 oktana bensíni um 5 krónur. Verðið á lítranum er komið upp í 262.70 kr. Verð á bensíni hækkaði síðast um miðja síðustu viku.

Bensínlítrinn kostar 259.70 kr. hjá Shell, 257.70 kr. hjá N1, 257,40 kr. hjá Atlantsolíu og ÓB-bensíni og 257.30 kr. hjá Orkunni.

Olís hækkaði einnig verð á díselolíu um 5 kr. Lítrinn kostar þar núna 265.50 kr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert