Íbúðalánasjóður á 1.751 íbúð

Íbúðalánasjóður á 529 íbúðir á Suðurnesjum.
Íbúðalánasjóður á 529 íbúðir á Suðurnesjum. mbl.is/hag

Íbúðalána­sjóður átti 20. fe­brú­ar sl. sam­tals 1.751 íbúð. Þar af eru 707 í leigu, að mestu til aðila sem bjuggu í eign­un­um þegar sjóður­inn eignaðist þær. Sam­tals eru 255 eign­ir óíbúðar­hæf­ar en mest­ur hluti þeirra er ófull­gerður.

Þetta kom fram í svari vel­ferðarráðherra við fyr­ir­spurn Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar alþing­is­manns um íbúðir í eigu Íbúðalána­sjóðs.

Í svar­inu seg­ir að 91 íbúð hafi ný­lega kom­ist í eigu sjóðsins og er enn verið að vinna að gerð leigu­samn­inga við þá aðila sem þar búa.

Af þess­um eign­um sjóðsins eru flest­ar íbúðirn­ar á Suður­nesj­um eða 529. Þetta er næst­um þriðjung­ur af öll­um íbúðum sjóðsins. Íbúðalána­sjóður á 340 íbúðir á höfuðborg­ar­svæðinu.

Svar vel­ferðarráðherra

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka