Lög um gjaldeyrishöft hert

Frum­varp til breyt­inga á lög­um um gjald­eyr­is­höft verður lagt fram á Alþingi í dag og er gert ráð fyr­ir að það fái hraðferð í gegn­um þingið þannig að það verði orðið að lög­um áður en markaðir verða opnaðir í fyrra­málið. Frum­varp­inu er ætlað að setja fyr­ir leka á gjald­eyr­is­höft­um.

Þing­flokk­ar voru óvænt boðaðir til þing­flokks­funda laust eft­ir kl. 16 í dag. Á fund­un­um var frum­varpið kynnt. Óskað var eft­ir því við stjórn­ar­and­stöðuna að hún greiddi fyr­ir því að frum­varpið færi hratt í gegn­um þingið.

Búið er að boða fund í efna­hags- og viðskipta­nefnd, en fyr­ir­hugað er að nefnd­in leggi frum­varpið fram. Nefnd­in hef­ur hins veg­ar ekk­ert komið að und­ir­bún­ingi máls­ins og frétti fyrst af mál­inu síðdeg­is í dag.

Mik­il áhersla var lögð á það af hálfu stjórn­valda að ekk­ert frétt­ist af mál­inu fyrr en eft­ir að fjár­mála­mörkuðum yrði lokað kl. 16 í dag. Stefnt er að því að frum­varpið verði að lög­um í kvöld.

Öflugt eft­ir­lit er með fram­kvæmd laga um gjald­eyris­eft­ir­lit, en nú hef­ur komið í ljós að þau „leka“, eins og kallað er. Fyr­ir þann leka á að setja með nýj­um lög­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert