N1 hækkaði í kvöld verð á bensíni um 5 krónur. Fyrr í dag hækkaði Olís verðið hjá sér um sömu krónutölu. Bensín hjá N1 kostar núna 262.60 kr. og 262.70 kr. hjá Olís.
Framkvæmdastjóri FÍB gagnrýndi fyrr í dag þessa hækkun og sagðist ekki sjá rök fyrir henni.
Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri vörustýringarsviðs Olís, sagði í samtali við mbl.is í kvöld að það hefðu verið full rök fyrir því að hækka bensínverð í dag. Verð á heimsmarkaði hefði hækkað um 44 dollara tonnið frá síðustu verðbreytingu, en það jafngildi 5.30 króna hækkun þegar búið væri að taka tillit til skatta.