Rafmagnsvespur fara undir ákvæði um létt bifhjól

Rafmagnsvespur eru vinsælar hér á landi
Rafmagnsvespur eru vinsælar hér á landi

Rafmagnsvespur munu ekki lengur flokkast sem reiðhjól heldur létt bifhjól verði frumvarp til breytinga á umferðarlögum sem nú er í undirbúningi að lögum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að það þýði að enginn megi aka rafmagnsvespum nema hafa náð fimmtán ára aldri og hlotið tilskilda þjálfun og staðist ökupróf.

Í frumvarpsdrögunum kemur fram að léttum bifhjólum megi aka á götum með 50 km hámark, á hjólastígum og hjólareinum. Ákvæðum um rafmagnshjól verður einnig breytt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert