Segir full rök fyrir hækkun

mbl.is/Jim Smart

Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri vörustýringarsviðs Olís, segir að það hafi verið full rök fyrir því að hækka bensínverð í dag. Verð á heimsmarkaði hafi hækkað um 44 dollara tonnið frá síðustu verðbreytingu, en það jafngildi 5.30 króna hækkun þegar búið er að taka tillit til skatta.

Framkvæmdastjóri FÍB sagði fyrr í dag að hann sæi ekki rök fyrir ákvörðun Olís að hækka verð á bensíni um fimm krónur.

Samúel sagði að full rök væru fyrir þessari hækkun. Hún endurspeglaði þá hækkun sem hefði orðið á heimsmarkaði frá síðustu hækkun.

Önnur olíufélög hafa ekki breytt verði í dag enn sem komið er. Samúel var spurður hvort Olís myndi standa við þessa hækkun ef önnur félög breyttu ekki verði. Hann sagðist ekki geta svarað því. Olís legði áherslu á að bjóða viðskiptavinum sínum ávallt samkeppnishæft verð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert