Sigurður vann drengskaparheit

Að lokn­um vitn­is­b­urði Sig­urðar Ein­ars­son­ar, stjórn­ar­for­manns Kaupþings, fyr­ir Lands­dómi fór Andri Árna­son, verj­andi Geirs H. Haar­de, fram á að Sig­urður ynni dreng­skap­ar­heit að vitn­is­b­urði sín­um. Er það í fyrsta skipti sem vitni er beðið um það í rétt­ar­hald­inu.

Hafði Sig­urður val um að sverja eið eða að vinna dreng­skap­ar­heit að framb­urðinum og valdi hann dreng­skap­ar­heitið. „Ég lýsi því yfir og legg við dreng­skap minn og heiður að ég hef sagt það sem ég veit sann­ast og rétt­ast,“ end­ur­tók hann eft­ir Markúsi Sig­ur­björns­syni, for­seta Lands­dóms.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert