Sigurður vann drengskaparheit

Að loknum vitnisburði Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns Kaupþings, fyrir Landsdómi fór Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, fram á að Sigurður ynni drengskaparheit að vitnisburði sínum. Er það í fyrsta skipti sem vitni er beðið um það í réttarhaldinu.

Hafði Sigurður val um að sverja eið eða að vinna drengskaparheit að framburðinum og valdi hann drengskaparheitið. „Ég lýsi því yfir og legg við drengskap minn og heiður að ég hef sagt það sem ég veit sannast og réttast,“ endurtók hann eftir Markúsi Sigurbjörnssyni, forseta Landsdóms.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert