Stórir leikendur báru vitni fyrir Landsdómi í dag, hver með sínu nefi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var fyrst í vitnastúkuna og var undirbúin. Hún tók með sér dagbækur og minnisblöð frá árinu 2008 sem hún fletti reglulega í til að geta gefið skýrslu af sem mestri nákvæmni. Hún gagnrýndi Seðlabanka Íslands talsvert í vitnisburði sínum.
Fyrrverandi bankastjórar mættu einnig í röðum fyrir dóminn í dag. Athygli vakti að Sigurður Einarsson var fyrstur vitna beðinn um að vinna drengskaparheit að loknum vitnisburði sínum. Skýrslutaka Halldórs J. Kristjánssonar fór fram í gegnum síma og þurfti ítrekað að biðja hann um að hækka róminn því sambandið var lélegt.
Lárus Welding var fremur auðmjúkur í vitnasætinu á meðan það var sláttur á Sigurjóni Þ. Árnasyni, en hann spenntist óneitanlega upp þegar talið barst að hugarfóstri hans, Icesave-reikningunum. Björgólfi Guðmundssyni lá hinsvegar lágt rómur og svaraði gjarnan í stuttu máli, stundum með einföldi „já“ sem hefur verið fátítt í þessum vitnaleiðslum.
Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, stýrði svo öllu saman af mildum aga og skikkaði menn til að tala íslensku og halda sig við efnið. Mbl.is tísti jafnóðum um framgöngu mála og andrúmsloft Landsdóms á Twitter í 320 færslum sem lesa má hér að neðan. Færslurnar birtast í öfugri röð, þ.e.a.s fyrsta færslan er neðst en sú síðasta efst.
(Vitnaleiðslum lokið)
Björgólfur gengur nú aftur inn í salinn til að heilsa stuttlega upp á Geir Haarde áður en hann fer. #landsdomur
Vitnaleiðslum dagsins er nú lokið en þær halda áfram klukkan 9 í fyrramálið #landsdomur
Björgólfur endurtekur það sem hann sagði áðan, að hann viti ekki hvað stjórnvöld hefðu getað gert. #landsdomur
Björgólfur: Það var orðið svo skrýtið andrúmsloft þarna í Bretlandi. Var meira kappsmál hjá okkur en þeim, þeirra svar var hertar aðgerðir.
Saksóknari spyr hvort einhvern tíma hafi verið rætt um að þarna gæti verið ríkisábyrgð: Björgólfur: Það datt engum í hug. #landsdomur
Björgólfur: Menn nota sér blöðin og fjölmiðla til að koma ákveðnum hlutum að. Það er ekkert öðruvísi þar en hér.“ Varð að pólitískri deilu.
Björgólfur: Fólk vildi eiga viðskipti við okkur vegna þess að það fór gott orð af okkur. (Ekki vegna hæstu vaxtanna)
Björgólfur segir að Landsbankinn hafi aldrei boðið hæstu vextina, það sé mikill misskilningur. Voru númer 5 eða 6 með Icesave-vexti í Bretl.
Björgólfur: Það var almannarómur að þetta væri vel uppbyggt kerfi og þetta gerðist allt í samráði við fjármálaeftirlit á hverjum stað
Saksóknari spyr nú Björgólf um þann ákærulið sem snýr að flutningi Icesave í Bretlandi í dótturfélag. #landsdomur
Andri spyr hvort Björgólfur hafi fylgst með viðræðum bankastjóra við stjórnvöld um minnkun bankakerfisins. Nei, svarar Björgólfur#landsdomur
Björgólfur: Við töldum að það væru eignir á bak við öll innlán, enda kom það í ljós.
Björgólfur: Við vorum í samskiptum við fjármálaeftirlit í sjö löndum og ég veit ekki til þess að það hafi verið miklir erfiðleikar
Björgólfur: Við vorum í góðum samskiptum við Hollendinga. Samþykktum að fara eftir þeirra lausafjárreglum, voru ekki eins strangar og Breta
Björgólfur: Ég veit ekki hvað ríkisvaldið hefði átt að gera. Veit ekki hvernig [þrýstingur] það hefði átt að vera #landsdomur
Saksóknari spyr hvort komið hafi til inngripa stjórnvalda. Björgólfur: Ég held við höfum bara sinnt því sjálfir. Töldum það okkar skyldu
Síðan voru tveir erlendir bankar, Credit Suisse og Deutsche bank, fengnir til að fara yfir stöðuna #landsdomur
Björgólfur segist árið 2008 hafa fengið menn sem hann treysti vel til að skoða hvernig hægt væri að skipta bankanum #landsdomur
Björgólfur játar því að menn hafi almennt verið þeirrar skoðunar innan bankans að rétt væri að draga saman seglin. #landsdomur
Björgólfur: Það var erfitt að selja eignir á þessum tíma og mjög óráðlegt. Var þó skoðað en reyndi ekki mikið á hvort það væri hægt.
Björgólfi Guðmundssyni liggur fremur lágt rómur í dag. Ekki sami sláttur á honum og Sigurjóni. #landsdomur
Björgólfur segir að það hafi verið yfirvofandi erfiðleikar 2008 en erfitt að átta sig á því hvað myndi gerast. #landsdomur
Björgólfur virðist hafa lagt teinóttu jakkafötunum og gullbindinu. Hann er nú í gráum jakkafötum með purpuralitt bindi #landsdomur
Björgólfur hefur látið lítið fyrir sér fara eftir bankahrunið. Hann sló Íslandsmetið í gjaldþroti í júlí 2009 #landsdomur
Björgólfur Guðmundsson fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans er sestur í vitnasætið #landsdomur
(Sigurjón Þ. Árnason út - Björgólfur Guðmundsson inn)
Skýrslutökunni er lokið og Sigurjón Þ. Árnason genginn úr salnum.#landsdomur
Eftir „sumarfrí“ segir Sigurjón að samkomulagið við Breta hafi verið komið út af borðinu. Þá snerist þetta ekki lengur um bankastarfsemi.
Sigurjón: Við litum svo á að málið væri klárað í maí. Tvö smáatriði sem voru útafstandandi. Eftir sumarfrí snerist allt við #landsdomur
Eiríkur Tómasson spyr hvort FME hafi komið að því að Landsbankinn færi eftir breskum lausafjárreglum. Nei, segir Sigurjón
Sigurjón segir það sama og Halldór áðan, að aldrei hafi verið farið fram á aðkomu forsætisráðherra að Icesave-málinu #landsdomur
Þótti gott að sögn Sigurjóns að Björgvin G. talaði við Alistair Darling, þeir væru á sama stað í vinstri/hægri rófinu í pólitík #landsdomur
Sigurjón: Eina sem mér hefur alltaf þótt skrýtið og skil ekki enn er hvers vegna var ákveðið að lána Kaupþingi síðasta daginn en ekki Landsb.
Andri: Voru virkar umræður um flutning Icesave? Sigurjón: Nú skil ég ekki hvað þú átt við. Andri: Nei ekki ég heldur. #landsdomur
Verjandi spyr hvort Landsbanki hafi leitað eftir því við Seðlabankann að bindiskylda yrði afnumin af Icesave-reikningunum. #landsdomur
Sigurjón segir að Bretar hafi sett „fullkomlega óraunhæfar kröfur“ gagnvart tilfærslu Icesave.
Túlkun Davíðs Oddssonar á lögunum var sú að það væri ekki ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóði, segir Sigurjón.
Sigurjón: Það vildi bara svo til að þetta var sami maðurinn, seðlabankastjóri og fyrrverandi forsætisráðherra, þegar lögin voru sett
Sigurjón: Rætt fram og til baka hvort það væri ábyrgð eða ekki. Ákveðið að hitta manninn sem var forsætisráðherra þegar lögin voru sett.
Fundur í Seðlabankanum 31. júlí 2008 snerist um að kanna álit Davíðs Oddssonar á því hvort ríkisábyrgð væri á Icesave.#landsdomur
Markús Sigurbjörnsson stoppar Sigurjón af og skikkar hann á ný til að íslenska sig. „Hedge fund“ heitir með réttu vogunarsjóður.#landsdomur
Sigurjón segir að það sem haft sé eftir sér í „fundargerð“ seðlabanka sé „álíka áreiðanlegt“ og annað sem þar komi fram. #landsdomur
Sigurjón veður á súðum: Það sem gerðist í mars, sem er hliðarsaga, en úr því þú ert að spyrja þá get ég alveg sagt þér frá því.#landsdomur
Sigurjón ítrekar lítið álit sitt á einhliða „fundarpunktum“ seðlabankastjórnar. Dómforseti stoppar hann af. #landsdomur
Sigurjón: Þessar svokölluðu fundargerðir SÍ eru alls ekki fundargerðir heldur einhliða álit þeirra um það sem þeir hefðu viljað að kæmi fram.
Sigurjón: Björgvin G. fer til Bretlands því það var ljóst að þetta var ekki mál sem var hægt að leysa af bankamönnum, það þurfti meira til.
Sigurjón: Þetta breytist í einhverja pólitík þarna í Bretlandi. Það var ekki verið að vinna á bankalegum nótum. #landsdomur
Sigurjón: Allir tryggingasjóðir eru svo litlir að þeir geta ekki staðið undir slíku. Það er það sem allir bankamenn hafa talað um sín á milli.
Sigurjón: Enginn í heiminum gerði ráð fyrir því að tryggingasjóðir ættu að standa undir því að borga innlán stórra banka. #landsdomur
Sigurjón: Við gengum alveg ofboðslega langt í því að koma til móts við kröfur [Breta] en þeir voru lítið tilbúnir að koma til móts við okkur
Sigurjón segir að umræða um tryggingasjóðinn og hvað ætti að gera ef illa færi hafi fyrst orðið eftir hrun. #landsdomur
Sigurjón: Eftir á sér maður að Bretarnir voru kannski aldrei tilbúnir að taka við þessu nema ríkisábyrgð fylgdi með, það er mín tilfinning.
Sigurjón: það þurfti tvo til að koma þessu í breska lögsögu. Við vorum allir af vilja gerðir en Bretarnir voru tregir til þess. #landsdomur
Sigurjón: Kom smám saman í ljós að Bretar höfðu lítinn áhuga á að fá þetta í dótturfélag. #landsdomur
Sigurjón segir að hugmyndin um að flytja Icesave í dótturfélag hafi komið frá Landsbankanum en ekki breska fjármálaeftirlitinu#landsdomur
Sigurjón: Á árinu 2006 myndast ákveðnar efasemdir um það módel íslensku bankanna. Þannig bar að að við fórum að safna innlánum #landsdomur
Saksóknari spyr nú um þann hluta ákærunnar snýr að flutningi Icesave í Bretlandi í dótturfélög #landsdomur
Sigurjón lendir í stökustu vandræðum þegar dómforseti biður hann að byrja aftur og íslenska orðið leverage. „Ja, það er nú það“#landsdomur
Sigurjón: „Landsbankinn stóð alltaf best“ #landsdomur
Hugmynd Hreiðars Más gekk út á að skipta Glitni í tvennt. „Þessum umræðum varð sjálfhætt,“ segir Sigurjón. #landsbanki
Sigurjón talar um fund með Hreiðari Má og Jóni Ásgeiri: „Þá kom Hreiðar með alveg vonlausa hugmynd. Alveg vonlausa“ frh.#landsdomur
Aldrei of oft kveðið, svarar Andri verjandi Geirs #landsdomur
Sigurjón: Ég held ég sé búinn að segja það núna 10 sinnum í dag. (Að ekki hafi verið hægt að selja eignir) #landsdomur
Sigurjón: Þetta er nákvæmlega það sem ég er búinn að vera að segja frá því ég settist við þetta borð. Það var ekki hægt að minnka bankakerfið
Verjandi vísar í samtal Sigurjóns við DO sem sagt er frá í skýrslu RNA um hvaða eignir hefði verið hægt að selja #landsdomur
Sigurjón: Þannig endar þetta í október 2008 að það er ekki lausafjárskortur í Landsb. Það er bara ekki hægt að breyta ISK í erlenda mynt
Buiter og kona hans Anne Siebert skrifuðu skýrslu um stöðu bankanna fyrir Landsbankann í apríl 2008 #landsdomur
Sigurjón reynir að rifja upp nafnið á Willem Hendrik Buiter og eiginkonu hans: „Maður man aldrei þessi erlendu nöfn" #landsdomur
Sigurjón frh: Menn þurftu annaðhvort að fara burt og verða hluti af stærra kerfi, eða þá að Ísland sem heild yrði hluti af stærra kerfi
Sigurjón. Ég var að reyna að segja undir rós að það þyrfti að horfa meira á evruna. Bankarnir voru orðnir svo stórir og Ísland svo lítið
Þess vegna hafi alls staðar verið kvartað þar sem íslensku bankarnir fóru inn á markaði, segir Sigurjón.
Sigurjón segir að fyrir stóru, erlendu bankana sem hafi fjárfest mikið í útibúum hafi lág yfirbygging íslensku bankana verið erfið samkeppni
Sigurjón: Það var vegna þess að það var erfitt að keppa við þessa vöru sem íslensku bankarnir voru að bjóða #landsdomur
Saksóknari spyr hvers vegna áhyggjur hafi verið úti af íslensku bönkunum. #landsdomur
Sigurjón virðist óneitanlega vera svolítið uppspenntari eftir að umræðan snerist að sköpunarverki hans, Icesave, #landsdomur
Sigurjón: Já þú meinar út frá því sjónarmiði? Jájá það er fljótlegra að gera hlutina í gegnum netið. #landsdomur
Saksóknari bendir Sigurjóni á að það fljótlegra að taka pening út af netreikning en að standa í röð. #landsdomur
Sigurjón segir það „skilgreiningaratriði" hvort icesave-reikningarnir hafi verið kvikir eins og saksóknari heldur fram #landsdomari
Sigurjón tekur sjálfan sig sem dæmi: Fór í frí í júní eftir að hafa unnið baki brotnu um vorið, því hann taldi bankann kominn í var
Sigurjón endurtekur það sem Halldór sagði fyrr í dag, að vorið 2008 hafi margir talið að kreppan væri að líða hjá #landsdomur
Sigurjón segir að auðveldara hafi verið að afla innlána í gegnum netið. Á hollenska markaðnum var rými umfram önnur lönd, því byrjað þar
„Hvað var pointið með þessu" spyr saksóknari en leiðréttir sig: Hver var tilgangurinn. Enda vill dómforseti að töluð sé íslenska#landsdomur
Sigurjón var heilinn á bak við og aðalumsjónarmaður Icesave-reikninganna sem honum fannst sjálfum „tær snilld” eins og alræmt er#landsdomur
Saksóknari spyr Sigurjón nú um þann hluta ákærunnar sem snýr að Icesave-reikningunum í Hollandi #landsdomur
Þess vegna hefði lausafjárstuðningur ríkisins þurft að vera til staðar til að vitrænt væri að sameina Landsbankann og Glitni #landsdomur
Sigurjón: Akkilesarhæll fjármálakerfisins var kannski helst að Glitnir hafði ekki góðan aðgang að innlánum, vantaði þá stoð. #landsdomur
Sigurjón kemur talsvert öruggari og afslappaðari fyrir en Lárus Welding gerði fyrir dómnum fyrr í dag #landsdomur
Sigurjón: Ímyndarvandi bankanna var raunverulega árið 2006. En árið 2007 þá var alvöru kreppa um allan heim. #landsdomur
Sigurjón: Glitnis leið var að selja eignir, Kaupþing íhugaði að flytja úr landi, okkar leið var að nýta eignir til að búa til lausafé.
Sigurjón: 2008 snýst málið ekki um það að Seðlabankinn eigi að þvinga banka til að minnka sig. Það voru allir af vilja gerðir#landsdomur
Sigurjón: Hafi menn átt að setja þrýsting á bankakerfið að stækka ekki hefði þurft að gera það 2006-2007 eftir minikrísuna #landsdomur
Sigurjón: Að setja kvaðir á okkur (um að selja) hefði jafnvel orðið til óþurftar. Ekki víst að það hefði orðið til gagns. #landsdomur
Sigurjón: Það þurfti ekki að benda bönkunum á neitt á árinu 2008. Þeir vissu nákvæmlega hverjar aðstæður voru í heiminum#landsdomur
Sigurjón frh: Ég held hann hafi aðallega gerst sekur um það. Það verður að vera hægt að framkvæmda það sem um er beðið.#landsdomur
Sigurjón: Ég held einfaldlega að Geir hafi verið svo skynsamur að gera sér grein fyrir því að þetta væri ekki raunhæfur kostur#landsdomur
Sigurjón segir að engar formlegar aðgerðir hafi verið af hálfu stjórnvalda til að þrýsta á bankana að selja eignir. #landsdomur
Sigurjón: Óraunhæft að færa höfuðstöðvar Landsbankans úr landi. Hann var „of íslenskur“ ef svo má að orði komast. #landsdomur
Sigurjón: Það sem skipti mestu máli á árinu 2008 var að auka lausafé bankans. Við mátum það þannig að það væri erfitt að selja eignir.
Þegar Sigurjón gekk í salinn heilsaði hann Geir Haarde með handabandi. Þeir eru nágrannar og búa í sömu götu
Sigurjón: Seðlabankinn var orðinn mjög hlutfallslega lítill miðað við bankakerfið. Það vakti neikvætt umtal erlendis #landsdomur
Repo-viðskipti koma aftur til tals, eins og síðast áminnir Markús Sigurbjörnsson vitni um að tala íslensku. #landsdomur
Sigurjón: Það var náttúrlega ljóst að það var alþjóðleg fjármálakreppa, en hvað væri hægt að gera í því, það var annað mál#landsdomur
Sigríður saksóknari spyr hvort Sigurjón hafi upplifað það þannig frá febrúar 2008 að hætta hafi steðjað að íslensku efnahagslífi#landsdomur
„Kemst maður fram hjá ykkur strákar mínir" sagði Sigurjón þegar hann mætti múr ljósmyndara við innkomuna í sal Landsdóms
Sigurjón Þ. Árnason er genginn í salinn og varð samstundis fyrir áhlaupi ljósmyndara sem nánast króuðu hann af #landsdomur
(Halldór J. Kristjánsson út - Sigurjón Þ. Árnason inn)
Skýrslutöku yfir Halldóri er nú lokið og símtalið rofið. 15 mínútna hlé þar til Sigurjón Þ. Árnason kemur fyrir dóminn #landsdomur
Ónefndur dómari í Landsdómi er orðinn afar syfjulegur á svip yfir óskýrri símaskýrslu Halldórs #landsdomur
Halldór minnist þess ekki að rætt hafi verið um aðkomu Geirs Haarde að flutning Icesave í dótturfélög.
Andri spyr hvort einhvern tíma hafi komið til tals að aðkoma Geirs Haarde að flutningi Icsave í dótturfélög væri æskileg eða nauðsynleg
Verjandi tekur nú við af saksóknara í spurnungum til Halldórs varðandi ákæruliðinn sem snertir Icesave #landsdomur
Sumir þ.á m Össur Skarphéðinsson hafa lýst þeirri áskynjan sinni að Halldór og Sigurjón Þ.Árnason hafi ekki verið samstíga gagnvart Icesave
Saksóknari spyr hvort bankastjórar Landsbankans hafi verið samstíga í því að koma Icesave yfir í dótturfélög. #landsdomur
Halldór: Fyrir síðari áfanga flutninga yfir í dótturfélög hefði verið æskilegt að hafa almanaksárið 2009. #landsdomur
Halldór: Ég hafði haft vonir til þess að fyrri áfangi flutninganna hefði mátt takast fyrir 31. desember 2008 #landsdomur
Var einhver tímarammi settur? Saksóknari vísar í bréf frá FSA þar sem stefnt var að því að ljúka þessu 31. okt eða í síðasta lagi 31. des.
Halldór: Hygg að það hefði verið hægt að ljúka því á árinu 2008 með góðum vilja #landsdomur
Saksóknari spyr hvað talið væri að flutningur í dótturfélög gæti tekið landan eða skamman tíma þegar hann væri byrjaður #landsdomur
Geir, sem sjaldan lítur upp úr minnisbók sinni, hætti nú að skrifa um stund. Líklega þar sem svo illa heyrist í Halldóri. #landsdomur
Vitni í Landsdómi svara sjaldnast með einföldu „já“ eða „nei“, þótt spurningar bjóði upp á það. Halldór er engin undantekning#landsdomur
Halldór: Í maí 2008 var jákvæðara viðhorf og menn margir hverjir með væntingar um að þessi mikla lausafjárkreppa væri að víkja#landsdomur
Halldór: Öll áherslan 2008 var að umbreyta óbundnum innlánum þannig að hættan á áhlaupi minnkaði.
Þegar Halldór býðst til að rekja bréfaskipti sín við seðlabankastjóra biður Markús hann um að halda sig við að svara spurningum#landsdomur
Halldór taldi að tryggingastjóðnum vær ekki ætlað að bæta innistæður nema upp að vissu marki, ekki af kerfisáfalli #landsdomur
Hér þurfa allir viðstaddir að gæta þess að gefa ekki frá sér minnsta þrusk því þá yfirgnæfir það símtal Halldórs að utan #landsdomur
Halldór segir að hefð hafi verið fyrir því að safna innlánum í dótturfélögum sbr. Heritable bank og Landsbankinn í Guernsey#landsdomur
Halldór: Alllar fjármálalegar eignir rýrnuðu í verði á árinu 2008 #landsdomur
Halldór Held að forsætisráðherra hafi ekki verið í stöðu til þess að geta sett tölulegt markmið (í að selja eignir á árinu 2008)#landsdomur
Halldór stafestir það sem hann sagði við RNA að báðir aðilar hafi reynt sitt besta til að minnka umsvif bankanna en aðstæður voru erfiðar
Sigríður: Var verið að nota FME sem eitthvað markaðstæki? (Fyrir Landsbankann) Halldór hafnar því.
Halldór: Það var ljóst að stofnun dótturfélags tæki lengri tíma en það var byrjað á því á sama tíma. Gæti tekið ár. #landsdomur
Saksóknari spyr: Af hverju var eki unnið í því strax að fá þetta yfir í dótturfélög? #landsdomur
Halldór svarar því til að það hafi „að hluta verið þannig" #landsdomur
Saksóknari spyr hvort Halldóri hafi ekki verið ljóst að innlánasöfnun í Hollandi setti áhættu á tryggingasjóðinn á Íslandi #landsdomur
„Nú ertu alveg að hverfa bara“ segir Sigríður saksóknari þegar rödd Halldórs fjarar út yfir símann til Kanada #landsdomur
Halldór segir að það hafi verið stefna bankans að halda jafnvægi milli innlána og útlána. Icesave hafi verið eðlilegt skref í þá veru
Saksóknari spyr hvort í febrúar 2008 hafi verið taldar sérstakt tilefni til aðgerða. Var hætta á höndum fyrir íslenska bankakerfið?
Halldór er í 3. sinn beðinn að brýna raustina í símtólið svo það heyrist í honum. Rödd hans á það til að fjara út í lok setninga #landsdomur
Saksóknari: Var á þessum tíma unnt að draga úr stærðinni? Halldór: Það var afskaplega vandasamt. #landsdomur
Halldór: Talið var útilokað að flytja höfuðstöðvar Landsbankans úr landi, með langstærsta starfsemi bankanna innanlands. #landsdomur
Já það var unnið að því og tókst þótt í litlum mæli væri, segir Halldór.#landsdomur
Saksóknari spyr hvort í Landsbankanum hafi 2007-2008 verið unnið að því að draga úr stærð samstæðunnar #landsdomur
Halldór: Ég held að báðir aðilar hafi gert það sem þeir gátu til að styrkja viðbúnaðarstig kerfisins í heild. #landsdomur
Í erindinu hafi bankarnir tjáð áhyggjur sem þeir hefðu um stöðu bankanna og bankakerfisins ef þessi mikla efnahagslægð héldi áfram
Aðspurður hvort hann hafi talið hætu vofa yfir 2008 svarar Halldór með því að minna á að bankarnir hafi sent erindi til ríkisstjórnarinnar
Það vandamál er ekki til sem dómforseti getur ekki leyst. Halldór þarf að færa sig nær símtólinu. Það svínvirkar. #landsdomur
Símsamband er nú komið á við Halldór. Nú þurfa viðstaddir að leggja vel við hlustir því hljóðið er slæmt. #landsdomur
Í fyrstu tilraun til að ná tali af Halldóri slitnar sambandið. Landsdómarar ráða ekki við sig að kíma, forseti ekki undanskilinn#landsdomur
Halldór J. Kristjánsson ber vitni í gegnum síma frá Kanada þar sem hann er nú búsettur #landsdomur
(Stefán Svavarsson út - Halldór J. Kristjánsson inn)
Hann telur því ekki við hæfi að svara í nánari smáatriðum.
Óvænt kemur fram að Stefán hafi ráðið sig til að gera rannsókn á ársreikningum bankanna fyrir sérstakan saksóknara
Stefán: Tel að menn hafi mátt reiða sig á mat endurskoðenda og kerfisáfallið kemur eins og þruma úr heiðskýru lofti #landsdomur
Andri: Telur þú að uppgjör endurskoðenda bankanna hafi verið bara eðlileg? #landsdomur
Stefán: Hjá bönkunum var hagnaður nánast fram að hrundegi. Fannst sérkennilegt að sú atburðarás gæti orðið svo hröð.
Stefán: Venjulega er það svo þegar fyrirtæki fer á hausinn er þar einhver aðdragandi, [hjá bönkunum} virtist því ekki vera að heilsa
Stefán segir hinsvegar að þessar sviðsmyndir sem hann nefndi sem dæmi hafi ratað í skýrslu RNA og verið teknar þar úr samhengi.
Stefán segir að mestur tími hann með RNA hafi farið í að skýra fyrir þeim hvernig endurskoðun virkaði. Hann hafi dregið upp svipmyndir
Andri vísar í skýrslu RNA þar sem fram kemur að Stefán hafi haft áhyggjur af uppgjörum bankanna #landsdomur
Andri spyr hvort Stefán hafi haft áhyggjur af gæðum uppgjara bankanna. Stefán segist ekki hafa haft ástæðu til þess #landsdomur
Stefán Svavarsson ber vitni að ósk verjanda Geirs með þeim rökum segir Andri að Geir hafi treyst á að uppgjör bankanna væru rétt #landsdomur
Í kjölfar Stefáns Svavarssonar koma Landsbankastjórarnir tveir, Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason í vitnastúku#landsdomur
Ljósmyndarar eru farnir að verða æ uppátækjasamari til að ná nýjum vinkli á margmyndaðan dómsal, 6. daginn í röð #lansdomur
Fyrsta vitni eftir hádegishlé er Stefán Svavarsson aðalendurskoðandi Seðlabanka Íslands og stjórnformaður FME #landsdomur
(Lárus Welding út - Stefan Svavarsson inn)
Skýrslutöku yfir Lárusi Welding er lokið, Vitnaleiðslur fyrir hádegi fór 39 mínútum fram úr áætlun. Hlé gert til 13:30 #landsdomur
Lárus: Niðurstaða SÍ að hafna láni til Glitnis hafi verið vonbrigði. „En vissulega er það ákvörðun SÍ hvernig þeir bregðast við svona beiðni"
Lárus Welding biðst afsökunar á að koma ekki nógu hratt að kjarna málsins í svari við spurningu dómara um hvers þeir hafi vænst af SÍ
Lárus Welding kemur afar auðmjúkur fyrir dóminn í dag. „Ég vona að þetta svari spurningunni,“ segir hann við verjanda. #landsdomur
Lárus: Ég tel að samstarfið (við Seðlabankann) hafi verið mjög gott#landsdomur
Lárus: Við tókum þá afstöðu að vera opnir með verkefni sem við unnum að og leita ráða um hvort þeir hefðu aðrar hugmyndir.#landsdomur
Andri verjandi Geirs spyr hvort mjög náið samstarf hafi verið milli Glitnis og Seðlabanka Íslands á árinu 2008 #landsdomur
Lárus: Við vorum í raun og veru mjög bjartir með stöðuna þegar við fórum inn í sumarið #landsdomur
Lárus lýsir því að í mars 2008 hafi verið sett upp mjög viðtækt plan hjá Glitni við að selja eignir, draga úr og færa starfsemina til
Lárus biður saksóknara að hjálpa sér að rifja upp nákvæmlega um hvaða fund er rætt. Ekki fyrsta vitnið sem man ekki alla fundi.#landsdomur
Áttu góðar viðræður við Nordea sem höfðu áhuga á viðskiptum en eftir fall Lehman haustið 2008 hættu þeir við. #landsdomur
Lárus:Ef það hefðu verið sett skýr fyrirmæli hefðu hlutirnir gerst hraðar en ég get ekki sagt með vissu að það hefði verið betra#landsdomur
Helgi saksóknari spyr hvort þrýstingur hafi verið frá stjórnvöldum á að selja eignir eða hvort hann hefði getað verið meiri. #landsdomur
Já, Lárus segist hafa fundað með Geir, fyrst í janúar 2008 og nokkrum sinnum í gegnum árið. Ekki allt skráð í dagbók #landsdomur
Helgi varasaksóknara spyr hvort Lárus Welding hafi átt fundi með ákærða Geir Haarde á árinu 2008 #landsdomur
Lárus segir Glitni hafa rætt við stjórnvöld um að selja eignir og minnka bankann á árinu 2008
Árið 2007, þegar Lárus fór frá Landsbanka til Glitnis, var hann með 251 milljón króna í laun á mánuði, samkvæmt skýrslu RNA#landsdomur
Helgi Magnús svarasaksóknari spyr Lárus spurninga. Hann segist hafa heyrt af samráðshópnum, sem Sigurður sagðist ekki gera#landsdomur
Sá orðrómur gekk líka eftir hrun að Lárus hefði litað á sér hárið í von um að fara huldu höfði. Hann er þó enn silfurgráhærður #landsdomur
Eftir hrun var Lárus sagður hafa skipt út eftirnafninu Welding fyrir Snorrason. Hann kynnir sig þó sem Welding fyrir dómi í dag#landsdomur
(Sigurður Einasson út - Lárus Welding inn)
Sigurður þakkaði pent fyrir sig og kinkaði kolli til geirs. Lárus Welding fyrrverandi bankastjóri Glitnis er nú mættur í salinn #landsdomur
Þetta er í fyrsta sinn sem farið er fram á að vitni sverji drengskaparheit fyrir Landsdómi. #landsdomur
Sigurður Einarsson: „Ég lýsi því yfir og legg við drengskap minn og heiður að ég hef sagt það sem ég veit sannast og réttast“#landsdomur
Andri verjandi Geirs fer fram á að Sigurður Einarsson sverji drengskaparheit um vitnisburð sinn fyrir dómi. #landsdomur
Sigurður: Menn eru alltaf að horfa til aðgerða í byrjun október. Sumar þeirra voru klárlega kolrangar, en ekki ástæðan fyrir kreppunni.
Hann sagði helstu ástæður fyrir falli Kaupþings vera alþjóðlegu fjármálakrísuna, peningastefnu Seðlabankans og neyðarlögin.#landsdomur
Sigurður Einarsson sagðist áðan telja langsótt að kenna forsætisráðherra eða einstaka bankastjórum um kreppuna.
Smá tæknivandamál kom upp í Twitter og orsakaði tafir, tíst Mbl.is frá vitnaleiðslu Sigurðar Einarssonar heldur nú áfram #landsdomur
Sigurður: Það kemur okkur í Kaupþingi eftir á alveg ofboðslega á óvart að okkur skyldi ekki gerð grein fyrir stöðu [Landsbankans]#landsdomur
Sigurður: Við áttuðum okkur ekki á því hver staðan var orðin í mars 2008 þegar stjórnvöld voru að funda með Landsb. um erfiða stöðu bankans
Sigurður: Það fær ekki staðist að eignir okkar hafi verið eitthvað lakari en almennt gerist í evrópsku bankakerfi #landsdomur
Sigurður: Stjórnvöld þrýstu ekki á að Kaupþing færi úr landi heldur settu þvert á móti stein í götu bankans, bönnuðu að gert yrði upp í evrum
Sigurður: Nei, enginn þrýstingur í þá veru og eftir á að hyggja furðurlega lítil afskipti stjórnvalda m.v. hvað við vorum stórir#landsdomur
Helgi: Varðstu var við þrýsting eða óskir frá yfirvöldum um að þið minnkuðuð við ykkur eða flyttuð starfsemi úr landi? #landsdomur
Sigurður: Það kemur okkur í Kaupþingi eftir á alveg ofboðslega á óvart að okkur skyldi ekki gerð grein fyrir stöðu [Landsbankans]#landsdomur
Sigurður: Við áttuðum okkur ekki á því hver staðan var orðin í mars 2008 þegar stjórnvöld voru að funda með Landsb. um erfiða stöðu bankans
Sigurður: Við vorum alltaf að vinna að þessu, en samráð stjórnvalda við okkur og samráð okkar við hina bankana var mjög lítið,#landsdomur
Þegar kemur fram á árið 2008 er Kaupþing búið að endurfjármagna 8,7 milljarða evra, þar af tæplega 6 milljarða með innlánum#landsdomur
Sigurður frh: Þetta voru þrír bankar mjög ólíkir að stærð og byggingu og mjög ólíkir í starfsemi #landsdomur
Sigurður Einarsson: Það er mjög óheppilegt í mínum huga að tala bara um íslensku bankana. #landsdomur
Sigurður: Það var ekki gert ákveðið tímaplan í því, en töldum þetta ekki vera viku eða mánaðarspursmál en ekki fleiri ár heldur.#landsdomur
Stjórn Kaupþings gerði sér grein fyrir hvað bankinn var orðinn stór, stefndi að því að minnka umsvif hans hér. Taldi það raunhæft#landsdomur
Sigurður Einarsson: Við unnum fyrst og fremst að starfsemi eigin banka, veltum lítið fyrir okkur starfsemi annarra #landsdomur
Helgi Magnús spyr hvort stjórn Kaupþings hafi rætt hlutfallsvanda íslensku bankanna #landsdomur
Helgi Magnús Gunnarsson varasaksóknari spyr Sigurð Einarrson út úr. Sigurður þekkti ekki til samráðshóps stjórnvalda. #landsdomur
Sigurður gekk í salinn á eftir dómurum. Hann kynnir heimilisfang í London. #landsdomur
Sigurður er ákærður fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í Al-Thani málinu sk. En í dag ber hann vitni gegn forsætisráðherra#landsdomur
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings er mættur í salinn. #landsdomur
(Ingibjörg Sólrún út - Sigurður Einarsson inn)
Ingibjörg Sólrún yfirgefur salinn í fylgd fjölmiðlagers. 10 mínútna hlé áður en Sigurður Einarsson kemur fyrir dóminn. #landsdomur
Skýrslutöku yfir Ingibjörgu Sólrúnu er lokið. Hún staldrar við til að heilsa stuttlega upp á Geir og Ingu Jónu. #landsdomur
Ingibjörg segir að nei, það hafi verið rætt, en ekki lagt formlega fram.#landsdomur
Markús spyr hvort álykta megi að stærð bankakerfisins hafi ekki verið rædd í ríkisstjórn því það hafi verið talið viðkvæmt mál #landsdomur
ISG: Það var kannski ekki talað um að þetta væri í trúnaði gert en það var skilningur okkar að við vissum hvaða mál voru viðkvæm.#landsdomur
Mál sem voru talin erfið viðfangs, ögrandi eða viðkvæm oft rædd í ríkisstjórn án þess að getið væri í fundargerð segir Ingibjörg#landsdomur
Ingibjörg vissi ekki mikið um neyðarlögin fyrirfram eða hvort unnið var að þeim í samráðshópnum #landsdomur
Saksóknari spyr hvað Ingibjörg Sólrún vissi um aðdraganda setningar neyðarlaganna #landsdomur
ISG: Ég er ekki svo kaldrifjuð að mér hafi á þessum tímapunkti verið efst í huga eitthvert samsæri gegn viðskiptaráðherra #landsdomur
ISG; Ég veit að ég sagði þetta ekki, vegna þess að ég tek ekki svona til orða. #landsdomur
ISG: „Allir sem þekkja mig vita að þetta er ekki mitt orðfæri.“ Um að hún hafi sagt við Össur: „Keep it under wraps.“ Ekki rétt.#landsdomur
ISG: Svo ég hringi í Össur og bið hann að taka við þessu kefli af mér. Það var það eina sem var í mínum huga að koma þessu af mér#landsdomur
ISG: Það eina sem ég hugsaði um var að koma þessu verkefni af mér yfir á einhvern annan fulltrúa Samylkingarinnar #landsdomur
Ingibjörg: Ég játa að ég var ekki með hugann við íslenska fjármálakerfið þessa helgi. Ég var með hugann við annað#landsdomur
Glitnishelgin var mjög dramatísk. Ingibjörg hafði þá nýlega verið greind með heilaæxli, var í New York og beið eftir manninum sínum.#landsdomur
ISG: Ég held að aldrei hafi verið rætt um málefni einstakra banka. Þori ekki að fullyrða það en minnist þess ekki. #landsdomur
ISG: Ég man ekki nákvæmlega hvenær hvað var rætt í ríkisstjórn og gæti með engu móti fullyrt það nema ég hafi skrifað það hjá mér#landsdomur
Ingibjörg Sólrún segir að Geir hafi gert stjórnarandstöðu og ríkisstjórn grein fyrir gjaldeyrisskiptasamningi við seðlabanka Norðurlanda
Skýrslutakan yfir Ingibjörgu Sólrúnu hefur nú staðið sleitulaust í tæpar 2 klukkustundir #landsdomur
ISG: Hefði auðvitað mátt taka þetta upp með formlegri hætti í ríkisstjórninni en við vorum líka með ríkisfjármálahóp þar sem málin voru rædd
ISG: Var verið að ræða hvernig væri hægt að minnka bankakerfið, styrkja gjaldeyrisvaraforðann og þar með bankana. #landsdomur
ISG: Formlega séð var þetta auðvitað mjög lítið rætt, var ekkert á dagskrá ríkisstjórnarinnar, en allt þetta ár vorum við að ræða þetta.
Þótt bankamálin hafi ekki formlega verið tekin fyrir á ríkisstjórnarfundum byrjaði forsætisráðherra oft á að fara yfir stöðuna#landsdomur
Ingibjörg Sólrún segir að hún hefði gjarnan viljað fá að vita af fundi Björgvins G. með Darling, það hefði verið eðlilegt #landsdomur
ISG skildist að kröfurnar sem gerðar voru á Landsbanka hafi verið svo miklar að hann gat ekki staðið undir því. Því ekki flutt í dótturfélög
ISG: Hafði enga vitneskju um þann fund í London né af bréfaskriftum við Darling fyrr en í umræðunni eftir hrun. #landsdomur
Saksóknari spyr hvaða vitneskju Ingibjörg Sólrún hafði um fund með Alistair Darling #landsdomur
ISG: Hef sem oddviti í ríkisstjórn hlutverki að gegna v/almenna stefnumótun en setti mig ekki með nákvæmum hætti inn í svið annarra ráðherra
Ingibjörg og Geir ræddu aldrei um Icesave sem þjóðréttarlega skuldbindingu eða að það gæti fallið á ríkið #landsdomur
ISG kom nánast ekkert að umræðunni um Icesave-reikninganna og þekkti lítið til þeirra. #landsdomur
Markús dómforseti bendir saksóknara á að lítill tími sé eftir fyrir síðasta ákæruliðinn. Saksóknari: Þá er bara að tala hratt#landsdomur
Ingibjörg segir það góða spurningu en við því kunni hún ekki svör.#landsdomur
Markús spyr hvers vegna hvorki viðskiptaráðherra né fulltrúi FME hafi skrifað undir yfirlýsingu ráðherra og seðlabankastjóra 15. maí 2008
Markús Sigurbjörnsson dómforseti tekur til við tímastýringu að nýju og bendir verjanda á að efnið sé tekið að endurtaka sig #landsdomur
ISG: Öllum var ljóst að það var langtímaverkefni að minnka bankakerfið. Eitthvað af því hægt að gera 2008 en ekki mikið#landsdomur
ISG: Við byggðum á því að það var nýbúið að gera álagspróf á bönkunum sem þeir stóðust
ISG segir að ríkisstjórnin hafi ekki haft neitt í höndunum sem benti til annars en að bankarnir myndu standa þetta af sér eins og krísuna 2006
Ingibjörg segist ekki hafa hafnað þeim en talið að það væri smurt talsvert á þær með hlutdrægum hætti. #landsdomur
Andri spyr hvort Ingibjörg Sólrún hafi ekki séð ástæðu til að taka undir áhyggjur Davíðs Oddsonar, fremur en hafna þeim alveg?
ISG: Vantraustið tengdist einkavæðingu bankanna, erfitt að átta sig á því hvað væru persónuleg og hvað málefnaleg sjónarmið hjá DO
Andri verjandi Geirs spyr Ingibjörgu Sólrúnu um vantraust á Davíði Oddssyni seðlabankastjóra #landsdomur
Ingibjörg Sólrún: Ég hafði ekki þá þekkingu á því, hvort krosseignatengsl væru mikil. Ræddi það ekki við Jón Sigurðsson, form. FME #landsdomur
ISG: Aðrir en DO töluðu lítið á fundinum, en almennt rætt um að brýnast að gera væri að verja innistæðueigendur í landinu#landsdomur
ISG: Ég hef aldrei skilið af hverju þessi fundur var talinn svona mikill lykilfundur #landsdomur
ISG: komu engar haldbærar upplýsingar, engar tillögur eða stöðumat. Bara frásögn eins manns af því hvernig hann upplifði för sína til London
Ingibjörg Sólrún: Þetta var enginn venjulegur fundur #landsdomur
Andri verjandi Geirs spyr ISG nánar um fundinn með DO í ráðherrabústaðnum og hvort engar aðgerðir hafi verið ræddar#landsdomur
Ingibjörg: En það var talað um að það væri hætta fyrir bankann vegna þess að þetta væru kvikir reikningar, gæti farið hratt út af þeim aftur
Ingibjörg S: Talið að þetta væri tiltölulega snjöll leið til að útvega lánsfé. Aldrei talað um að ríkið bæri ábyrgð á innlánunum #landsdomur
Ingibjörg Sólrún: Var stödd á flugvelli í Vínarborg þegar ég frétti fyrst af stofnun Icesave-reikninganna í Hollandi #landsdomu
ISG: Það var alveg ljóst í okkar huga að það væri Seðlabankans og FME að uppfylla skuldbindingar um að draga úr stærð bankakerfisins
Ingibjörg sá aldrei bréf frá Mervyn Kings til Davíðs Oddssonar, ekki fyrr en við útgáfu skýrslu RNA #landsdomur
Á næsta fundi með Seðlabankanum 7.maí kom hinsvegar í ljós að Seðlabanki Bretlands vildi ekki aðstoða með lánalínur. Mikil vonbrigði
Ingibjörg talar um fund í Seðlabankanum 16. apríl þar sem ríkti bjartsýni um að lánalínur fengjust frá erlendum #landsdomur
ISG: Ekki farið í beinar aðgerðir í kjölfar skýrslu AGS, en hún var rætt og AGS boðið að koma og gera frekari úttekt. #landsdomur
Saksóknari spyr um svarta skýrslu AGS frá apríl 2008 #landsdomur
ISG: Áttum engan annan kost í stöðunni en að reyna það sem við gætum til að koma í veg fyrir áhlaup á bankana og að einn banki félli#landsdomur
ISG: Við gátum ekki lagt það til gagnvart öllum bönkunum að einhver einn þeirra yrði að fara úr landi #landsdomur
Þess vegna voru allir bankastjórarnir boðaðir í ráðherrabústaðinn 14. febrúar til að fá þeirra sýn á vanda bankakerfisins sem heildar
ISG: Höfðum hvert fyrir sig hitt einstaka bankamenn og yfirleitt var viðkvæðið hjá þeim að þeirra banki stæði vel en vandinn væri hjá hinum
Ingibjörg Sólrún: Það var fyrst og fremst Seðlabankinn sem gat gripið til aðgerða #landsdomur
AGS og norrænu seðlabankarnir fóru fram á að gegn lánalínu yrði bankakerfið yrði minnkað. Seðlabanki sagði ekkert því til fyrirstöðu
ISG: Það var öllum ráðherrum í ríkisstjórn ljóst að það þyrfti að vinna að því að minnka bankakerfið #landsdomur
ISG: Sem ég hefði kannski ekki gert ef þetta hefði verið annar seðlabankastjóri. Davíð auk þess einn til frásagnar um fundinn í London
ISG: Hef séð áður seðlabankastjóra fyrrverandi í þessum ham og ég hef lært að þegar hann er í þessum ham þá tekur maður því með fyrirvara
Um miðbik fundarins tók DO seðlabankastjóri hamskiptum fór mikinn og úthúðaði bankamönnum og útrásinni svo okkur hin setti hljóð#landsdomur
ISG: Mikilvægt að gera sér grein fyrir andrúmslofti þessa fundar, var ekki venjulegur fundur þar sem menn sitja og ræða málin#landsdomur
Ingibjörg lýsir fundi í ráðherrabústaðnum eftir för seðlabankastjór DO til London þar sem hann fundaði með breskum bankamönnum#landsdomur
ISG: Við vorum hreint ekki með það í huga að bankakerfið héldi áfram að stækka, fyrst og fremst að hugsa um fyrirtæki eins og Össur og Marel
ISG: Stærð bankakerfisins hafði bara ekkert með þessa ríkisstjórn að gera. Það var til komið fyrir þessa ríkisstjórn #landsdomur
ISG: Þurfti ekki mikið til að framkalla áhlaup á bankana eða að vogunarsjóðir tækju sér stöðu gegn krónunni. Afskaplega viðkvæm umræða.
Menn þorðu ekki að ræða þessa hluti formlega, það lamaði athafnagetuna að menn voru hræddir við að umtal hefði neikvæð áhrif #landsdomur
Það var aldrei með formlegum hætti rætt á ríkisstjórnarfundum að draga úr stærð bankakerfisins, en oft rætt utan dagskrár#landsdomur
ISG: Forsætisráðherra hafði engin tæki til þess (að draga úr stærð bankakerfisins) önnur en almennar fortölur #landsdomur
ISG: Held það hafi verið litið svo á að það væri fyrst og fremst verkefni Seðlabankans að draga úr stærð bankakerfisins #landsdomur
Ingibjörg segir að hana og Geir hafi greint á um hver framtíðarsýnin ætti að vera. Væntanlega varðandi inngöngu í ESB #landsdomur
ISG áréttir að hún gagnrýni að sviðsmyndir Seðlabanka um viðbrögð við fjármálaáfalli hafi ekki verið lagðar fyrir ríkisstjórn á fundi í júlí
Ingibjörg Sólrún taldi það fremur sitt hlutverk að skoða heildarmyndina og vann út frá efnahagsmálum fremur en bankakerfinu #landsdomur
Andri verjandi Geirs spyr Ingibjörgu hvort hún hafi ekki séð tilefni til að sækja upplýsingar um starf samráðshópsins frá viðskiptaráðherra
Ingibjörg: Það verður að segjast eins og er að ég hafði mjög litlar upplýsingar um vinnu þessa hóps (samráðshópsins) #landsdomur
Dómarar í Landsdómi eru fremur iðnir við að skrifa niður það sem Ingibjörg Sólrún hefur að segja. Ekki svo hjá öllum vitnum#landsdomur
ISG taldi vænlega lausn að stækka markaðssvæði bankanna með umsókn um aðild að ESB. Var ósátt þegar Geir lokaði fyrir þá glufu#landsdomur
ISG: Davíð Oddsson talaði um bankamennina sem skúrka og hina verstu menn og að þannig væri viðhorfið til þeirra úti í heimi#landsdomur
ISG: Það var ekki inni í myndinni að bankakerfið væri að falli komið og við trúðum því öll að það stæði sterkum fótum þrátt fyrir ágjöf
Ingibjörg Sólrún segist ekki þekkja í neinum smáatriðum þá vinnu sem fram fór í samráðshóp um fjármálastöðugleika #landsdomur
Ingibjörg og Geir funduðu margoft til að stilla saman strengi ríkisstjórnarflokkanna en ræddu ekki oftar en aðrir um bankakerfið#landsdomur
Hver átti að vinna úr gögnum samráðshópsins spyr saksóknari? -„Já, það er góð spurning" svarar Ingibjörg Sólrún #landsdomur
ISG nefnir skjöl úr Seðlabankanum frá apríl og júlí 2008 sem aldrei voru kynnt stjórnvöldum en hefði verið ástæða til segir hún#landsdomur
ISG sagði að eftir á að hyggja gæti maður sagt það galið að hafa bankakerfi sem væri 9x landsframleiðsla í hagkerfi með örmynt#landsdomur
Ingibjörg Sólrún grípur niður minnispunkta sína frá árinu 2008 til að rifja upp smáatriði sem hún ekki man svo glöggt lengur #landsdomur
ISG vissi ekki mikið um samráðshóp stjórnvalda um fjármálastöðugleika annað en að hann væri til og ynni að því að stilla saman strengi
ISG segir að enginn hafi haft áhyggjur af bankakerfinu 2007 það hafi aldrei verið rætt í mótun efnahagsstefnu fyrir kosningarnar#landsdomur
ISG vissi ekki fyrr en hún las það síðar í bók Styrmis Gunnarssonar að bankakerfið hefði verið við það að falla 2006 #landsdomur
Segist hafa haft áhyggjur af því þá að álagsprófin væru ekki nógu góð og gæfu ranga mynd af bönkunum, FME væri ekki nógu öflugt#landsdomur
ISG segist hafa haft áhyggjur af bankakerfinu þegar árið 2006 þegar hin sk. mini-krísa gekk yfir. #landsdomur
Saksóknari spyr sem fyrr hvort IGS hafi skynjað hættu vofa yfir Íslandi árið 2008 og hvernig sú hætta hafi birst henni. #landsdomur
Ingibjörg Sólrún starfar nú sem yfirmaður UN Women í Kabúl í Afganistan. #landsdomur
Ingibjörg dregur 3 snjáðar dagbækur upp úr tösku og raðar þeim á borðið. Líklega nótur frá tímum bankahrunsins. #landsdomur
Ingibjörg S. er mætt og mynduð í bak og fyrir. Það vantar hinsvegar stólinn sem venjulega er stillt upp fyrir vitni til hliðar #landsdomur
Það er lágstemmd spenna í sal Þjóðmenningarhússins þennan morgun. Áhorfendur hvíslast á og bíða þess að vitnaleiðslur hefjist#landsdomur
Meðal þeirra sem fylgjast með í dag eru Þórunn Sveinbjarnardóttir og Lúðvík Bergvinsson, Ólafur Arnarson, Guðjón Þórðarson o.fl.#landsdomur
Sú fyrsta til að bera vitni í dag er hinsvegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrv. utanríkisráðherra. #landsdomur
Þessir menn hafa sáralítið tjáð sig opinberlega frá hruni og verður því forvitnilegt að heyra vitnisburð þeirra í dag #landsdomur
Í dag bera vitni bankastjórarnir fyrrv. Sigurður Einarsson, Halldór Kristjánsson, Sigurjón Þ. Árnason og Björgólfur Guðmundsson#landsdomur
Dómvörður reynir að tryggja að allir komist að en áhorfendabekkirnir virðast þegar vera fullir, enda bera stór nöfn vitni í dag #landsdomur
Síðari vika réttarhaldanna yfir Geir Haarde er nú að hefjast. Vitnaleiðslur verða í dag og morgun en málflutningur hefst á miðvikudag.
(Ingibjörg Sólrún Gísladóttir)