Hugmyndir um að fresta virkjun neðri hluta Þjórsár og fleiri virkjunum fá hörð viðbrögð frá forsvarsmönnum Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar.
„Ég spái því að þetta verði skammlífasta ályktun Alþingis, ef hún nær fram að ganga verður það bara til að binda þessa flokka þann tíma sem eftir er,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti AS, í ítarlegri umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.
„Þessar hugmyndir lýsa í hnotskurn í hvaða ógöngum þessi mál eru, þau eru í gíslingu virkjanaandstæðinga sem virðast bera niður alls staðar þar sem á að virkja,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Gylfi og Vilhjálmur eru ósammála Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um að það ætti ekki að tefja uppbyggingu þótt ótilgreindir kostir yrðu settir í biðflokk því nægir aðrir virkjanakostir væru fyrir hendi. Vilhjálmur segir að fjárfesting í atvinnulífinu sem byggist á þessum virkjunum hljóti að dragast.