19 ára stórmeistari sigraði

Ítalinn ungi, Fabiano Caruna, sigraði á Reykjavíkurskákmótinu en lokaumferðin fór fram í Hörpu í dag.  Caruana hlaut 7,5 vinninga í 9 skákum eftir að hafa gert jafntefli við heimsmeistara kvenna, Hou Yifan í lokaumferðinni í æsispennandi skák. Hann stóð um tíma tæpt í skákinni.

Í 2.-8. sæti með 7 vinninga urðu Hou Yifan, Henrik Danielsen, sem varð efstur Íslendinga, Bosníumaðurinn Ivan Sokolov, sem hefur verið meðal sigurvegara tvö síðustu ár, Tékkinn David Navara, Englendingurinn Gawain Jones, Frakkinn Sebastian Maze og Ísraelinn Boris Avrukh.

Hannes Hlífar Stefánsson, sem oftast hefur unnið Reykjavíkurskákmótið fékk 6,5 vinninga. Héðinn Steingrímsson fékk einnig 6,5 vinninga.

Fabiano Caruna er aðeins 19 ára gamall. Hann varð stórmeistari 14 ára gamall og er yngsti maðurinn í skáksögu Ítalíu til að ná þessum titli. Caruna er einnig með bandarískan ríkisborgararétt og er raunar yngsti Bandaríkjamaðurinn til að verða stórmeistari.

Fabiano Caruna sigraði á mótinu.
Fabiano Caruna sigraði á mótinu. Morgunblaðið/Ómar
Henrik Danielsen varð efstur Íslendinga.
Henrik Danielsen varð efstur Íslendinga. Morgunblaðið/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert