Dró sér 8-9 milljónir

Starfsmaður HÍ dró sér samtals 8-9 milljónir á fimm ára …
Starfsmaður HÍ dró sér samtals 8-9 milljónir á fimm ára tímabili. Kristinn Ingvarsson

„Ríkisendurskoðun hefur lokið sinni rannsókn og niðurstaða okkar er að vísa málinu áfram til lögreglunnar,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands um mál hátts setts starfsmanns skólans sem er grunaður um að hafa dregið sér samtals 8-9 milljónir á fimm ára tímabili.

Kristín segir að við innra eftirlit í skólanum hafi spurningar vaknað um háttsemi starfsmannsins varðandi meðferð fjármuna. Hún hafi farið þess á leit við Ríkisendurskoðun að málið yrði skoðað nánar.

Bætt við kl. 11:43: Um er að ræða háttsettan starfsmann innan stjórnsýslu Háskóla Íslands. Enginn grunur leikur á að aðrir starfsmenn skólans tengist málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert