Fjármálastjóri HÍ grunaður um fjárdrátt

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. Ómar Óskarsson

Maðurinn sem talinn er hafa dregið að sér 8-9 milljónir frá Háskóla Íslands síðan árið 2007 starfaði sem fjármálastjóri skólans. Málið er komið á borð lögreglunnar.

Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV. Háskóli Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í henni segir : „Við innra eftirlit hjá Háskóla Íslands hefur grunur vaknað um að hátt settur maður í miðlægri stjórnsýslu skólans hafi misfarið með fé í eigin þágu á rúmum fjórum árum. Starfsmaðurinn hefur þegar látið af störfum. Að ósk Háskóla Íslands kannaði Ríkisendurskoðun málið frekar. Í ljósi niðurstöðu Ríkisendurskoðunar hefur rektor Háskóla Íslands óskað eftir að lögregla rannsaki málið. Ekki leikur grunur á að aðrir starfsmenn háskólans tengist málinu. “

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert