Í lagi að tala um viðkvæma stöðu krónunnar

Skúli Helgason
Skúli Helgason

„Vandi íslensku krónunnar felst ekki í því að stjórnmálamenn segi sannleikann um viðkvæma stöðu gjaldmiðilsins.“ Þetta segir Skúli Helgason, alþingismaður Samfylkingarinnar, í grein um stöðu íslensku krónunnar.

Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa kvartað undan því að ráðamenn þjóðarinnar tali niður krónuna. Skúli segir að þetta sé gömul plata  „Íslenska krónan er ekki í gjaldeyrishöftum af því að vondir stjórnmálamenn tali um hana á kjarnyrtri íslensku.  Íslenska krónan er því miður ekki gjaldmiðill sem hefur forsendur til að halda sjó af eigin rammleik, á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum gagnvart heimsgjaldmiðlum á borð við evru, dollar og yen.  Þannig er það og þess vegna þurfum við að lifa við óyndisúrræði á borð við verðtryggingu og gjaldeyrishöft, sem í raun eru eins konar öndunarvél og gangráður fyrir gjaldmiðil sem illa getur staðið fyrir sínu án hjálpartækja.  Þetta mun ekki breytast fyrr en við komumst yfir í stöðugra gjaldmiðlaumhverfi, þar sem lykilatriðið er að tryggja öflugan bakstuðning seðlabanka, sem hefur afl og trúverðugleika til að verja gjaldmiðilinn fyrir tímabundnum sveiflum eða áhlaupum,“ segir Skúli.

Grein Skúla

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka