Í sömu óvissunni og áður

Virkja átti á þremur stöðum í Þjórsá.
Virkja átti á þremur stöðum í Þjórsá. mbl.is/RAX

„Hér eru landeigendur og sveitarfélagið í sömu óvissunni og áður. Það eru gríðarleg vonbrigði eftir alla þessa vinnu,“ segir Aðalsteinn Sveinsson, oddviti Flóahrepps, um stöðuna í úrvinnslu tillagnanna um vernd og nýtingu náttúrusvæða í framhaldi af vinnu sérfræðingahóps að rammaáætlun um virkjanakosti.

Hugsanlegar virkjanir í neðri hluta Þjórsár voru nokkuð ofarlega í mati á nýtingu og neðarlega með tilliti til verndargildis. Lagt var til að þær yrðu í nýtingarflokki en nú berast þær fregnir að reiptogi stjórnarflokkanna um málið sé að lykta með því að þær verði settar í bið.

Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, og Aðalsteinn Sveinsson  lýsa miklum vonbrigðum með stöðu mála. Segjast þeir báðir hafa bundið miklar vonir við rammaáætlun, að með henni myndi nást sátt til framtíðar um það hvað megi virkja og hvað eigi að vernda. „Pólitíkin virðist ætla að ráða þessu í hrossakaupum. Það er neikvætt. Ekki verður virkjað á meðan þessi ríkisstjórn er en plaggið mun ekki standa til frambúðar,“ segir Gunnar Örn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert