Íslendingar neyslufrekasta þjóðin

00:00
00:00

Íslend­ing­ar eru neyslu­frek­asta þjóð í heimi sam­kvæmt niður­stöðum rann­sókn­ar Sig­urðar Ey­berg, mastersnema í um­hverf­is- og auðlinda­fræðum við Há­skóla Íslands. Sig­urður flutti há­deg­is­fyr­ir­lest­ur í tengsl­um við Græna daga sem hóf­ust í Há­skóla Íslands í dag og standa yfir til föstu­dags.

Slag­orð Grænna daga þetta árið er „Gert af Jörðu, greitt af Jörðu“ eða „Made in Earth, paid with Earth“.

Há­deg­is­fyr­ir­lest­ur Sig­urðar bar yf­ir­skrift­ina „Vist­spor Íslands“ og bygðist á loka­rit­gerð hans úr masters­námi í um­hverf­is- og auðlinda­fræðum við Há­skóla Íslands.

Sig­urður not­ar vist­sporið (e. Ecological Foot­print) við mæl­ing­ar sín­ar, en mark­miðið með þeim var að finna út hversu stórt spor maður­inn skil­ur eft­ir sig á jörðinni með til­vist sinni. Ann­ars veg­ar er mælt hversu mikið jörðin get­ur gefið af sér til að telj­ast sjálf­bær og hins veg­ar hversu mikið maður­inn nýt­ir af jörðinni. Mis­mun­ur­inn af þessu tvennu er vist­spor manns­ins.

Í rann­sókn­inni voru reiknaðir út jarðhekt­ar­ar á hvern mann, en til þess að geta tal­ist sjálf­bær má hver maður ekki nota meira en 2,1 jarðhekt­ara. Íslend­ing­ar nota hins veg­ar 12,7 jarðhekt­ara, ef frá eru tek­in áhrif frá fisk­veiðum, en sá þátt­ur er hvað um­deild­ast­ur í rann­sókn­inni. Að þeim meðtöld­um not­ar hver Íslend­ing­ur 56 jarðhekt­ara.

Sjálfs­mynd margra Íslend­inga er sú að við séum sjálf­bær þjóð. Fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið bygg­ist á sjálf­bærni, orku­fram­leiðslan sé sjálf­bær og að hér séu fram­leidd­ar vist­væn­ar land­búnaðar­af­urðir. Sam­kvæmt niður­stöðum Sig­urðar erum við þó langt frá því.

Strax á ár­inu 2003 leiddu rann­sókn­ir í ljós að heim­ur­inn væri ekki sjálf­bær og að þá þegar hefði þurft um 25% til viðbót­ar við hann til þess að hann stæði und­ir neysl­unni. Á und­an­förn­um árum hef­ur ákallið um sjálf­bæra þróun orðið stöðugt há­vær­ara, en nú er svo komið að jarðarbú­ar þyrftu hálfa jörð til viðbót­ar til að standa und­ir neyslu sinni á sjálf­bær­an hátt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert