Konur í stjórn Samstöðu í Reykjavík

Frá stofnfundi Samstöðu. Margt hefur breyst síðan þá og meðal …
Frá stofnfundi Samstöðu. Margt hefur breyst síðan þá og meðal annars hefur Sigurður Þ. Ragnarsson, lengst til vinstri, gengið úr flokknum. Ómar Óskarsson

Kosið var til stjórnar aðildarfélags Samstöðu - flokks lýðræðis og velferðar, í Reykjavík í gærkvöldi. Formaður stjórnar var kosin Rakel Sigurgeirsdóttir sem bar sigurorð af Ásgerði Jónu Flosadóttur. Einnig voru stefnumál flokksins kynnt og samþykktir félagsins.

Í tilkynningu frá Samstöðu segir að líflegar og málefnalegar umræður hafi spunnist um skuldavandann, auðlindamál, stjórnarskrárbreytingar, atvinnumál svo eitthvað sé nefnt.

Auk þess að kjósa formann stjórnar félagsins í Reykjavík var kosið í stjórn. Ásamt Rakel voru í stjórn kjörnar: Hildur Mósesdóttir, Sigurbjörg K. Schiöth, Pálmey Gísladóttir og Guðrún Indriðadóttir. Þá er Ásgerður Jóna varamaður í stjórn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert