Ræddi við alla sem gátu veitt upplýsingar

Þjóðmenningarhúsið þar sem Landsdómur fer fram.
Þjóðmenningarhúsið þar sem Landsdómur fer fram. mbl.is/Hjörtur

Fram kom í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í lokaskýrslugjöf fyrir Landsdómi að hann hefði rætt við alla þá í aðdraganda bankahrunsins í október 2008 sem hann hefði talið að gætu gefið upplýsingar um stöðuna.

Hann lagði áherslu á að það hafi verið gert af hálfu stjórnvalda sem hægt hafi verið að gera. Reynt hafi verið að stækka gjaldeyrisvarasjóðinn, þrýsta á bankana að minnka umfang sitt, gerast aðilar að evrópska samkomulaginu um fjármálastöðugleika o.s.frv.

Geir sagðist ennfremur ekki hafa haft ástæðu til að ætla annað en að almennt væri verið að gera það sem hægt væri til þess að takast á við stöðuna.

Þá lagði hann áherslu á að helgina fyrir bankahrun hafi forystumenn ríkisstjórnarflokkanna aflað sér þess pólitíska umboðs sem þeir hafi þurft. Þannig hafi verið hringt í ráðherra sem ekki voru á landinu og náð í þá flesta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert