Neitar að hafa brotið þingsköp

Vigdís Hauksdóttir.
Vigdís Hauksdóttir. mbl.is/Ómar

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, neitaði því harðlega að hafa brotið þingsköp með því að skrifa um efni fundar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun á facebooksíðu sína. 

Vigdís sagðist telja að brotið hefði verið á sér þegar fundinum var slitið vegna þessa í morgun og var þingfundi síðan frestað í hálftíma eftir hádegi í dag, á milli klukkan rúmlega eitt og hálftvö, á meðan forseti þingsins ræddi málið við formenn þingflokkanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert