Reynt að setja undir leka í gjaldeyriskerfi

Aukið vald á gjaldeyrishöftum er fært Seðlabanka Íslands.
Aukið vald á gjaldeyrishöftum er fært Seðlabanka Íslands. mbl.is/Júlíus

Verið er að herða á gjald­eyr­is­höft­um til að setja und­ir leka sem nú er í kerf­inu. Lek­inn er ekki til­finn­an­leg­ur eins og er en eykst og verður að bunu eða fossi ef ekk­ert verður að gert. Þetta er að minnsta kosti álit Seðlabank­ans og meiri­hluta efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar sem und­ir­bjuggu laga­breyt­ing­una.

Frum­varp til breyt­inga á gjald­eyr­is­lög­um var lagt fram síðdeg­is í gær. Það kom þing­mönn­um á óvart enda var lögð áhersla á að ekk­ert myndi frétt­ast um inni­hald þess fyrr en eft­ir lok­un fjár­mála­markaðar og að það yrði af­greitt með hraði þannig að breyt­ing­in yrði klár áður en markaður verður opnaður í dag. Sýn­ir það að breyt­ing­in er tal­in geta raskað verðmæti skulda­bréfa á markaði.

Til­efni breyt­ing­anna er tvíþætt, að því er fram kem­ur í at­huga­semd­um með frum­varp­inu. Ann­ars veg­ar er verið að tak­marka und­anþágur til að greiða er­lend­um kröfu­höf­um þrota­búa út í er­lend­um gjald­eyri. Þetta á sér­stak­lega við þrota­bú föllnu bank­anna. Í staðinn mun Seðlabank­inn veita slita­stjórn­un­um heim­ild til út­greiðslu krafna á lengri tíma.

Hins veg­ar er verið að tak­marka út­flæði gjald­eyr­is vegna af­borg­ana og vaxta af sér­stök­um skulda­bréf­um, svo­kölluðum jafn­greiðslu­bréf­um. Breyt­ing­in ger­ir ráð fyr­ir að sömu höml­ur verði á að flytja þá pen­inga úr landi og aðra.

Frá því gjald­eyr­is­höft voru sett á hef­ur er­lend­um eig­end­um skulda­bréfa verið heim­ilt að kaupa er­lend­an gjald­eyri fyr­ir krón­ur sem til falla vegna vaxta, verðbóta, arðs og samn­ings­bund­inna af­borg­ana og flytja úr landi. Sama gild­ir um jafn­ar greiðslur og verðbæt­ur af höfuðstól skulda­bréfa.

Jafn­greiðslu­bréf­in eru þannig að af­borg­un af höfuðstól vex þegar nær dreg­ur loka­gjald­daga. Eft­ir að áætl­un um aflétt­ingu gjald­eyr­is­hafta var birt hafa eig­end­ur krónu­eigna nýtt sér þessa leið til að eiga mögu­leika á að koma eign­um sín­um fyrr úr landi. Þeir hafa verið að flytja sig í aukn­um mæli yfir í þess­ar eign­ir sem hingað til hafa aðallega verið út­gáf­ur Íbúðalána­sjóðs. Þeir sem standa að frum­varp­inu telja að þetta út­streymi muni hafa um­tals­verð áhrif á gjald­eyr­is­markaðinn.

Al­var­legra er þó að til viðbót­ar hafa ýms­ir aðilar gefið út eða hafa í hyggju að gefa út skulda­bréf með hliðstæðum greiðslum og þessi stuttu íbúðabréf. Verði það raun­in gæti út­streymi gjald­eyr­is auk­ist til muna eða jafn­vel marg­fald­ast. Seðlabank­inn tel­ur að ef ekki verður komið í veg fyr­ir þessa þróun gæti hún ógnað stöðug­leika á gjald­eyr­is­markaðnum hér með til­heyr­andi af­leiðing­um fyr­ir geng­isþróun og pen­inga­stefnu.

Gjald­eyr­is­höft

Höft á fjár­magns­flutn­inga voru sett 2008. Til­gang­ur­inn var að draga úr því að er­lend­ir eig­end­ur krafna flyttu þær úr landi. Það hefði leitt til enn meira geng­is­falls krón­unn­ar en þó varð, auk­inn­ar verðbólgu og hærri vaxta. Unnið er að los­un hafta skv. áætl­un Seðlabank­ans. Opn­ist leiðir til að sniðganga höft­in gref­ur það und­an áætl­un­inni og leiðir til óstöðug­leika á gjald­eyr­is­markaði.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka