Segir ráðamenn tala krónu niður

Illugi Gunnarsson
Illugi Gunnarsson mbl.is

Ummæli æðstu ráðamanna veikja stöðu krónunnar og þeir tala þannig um hana að það sé ekki hægt að nota hana til frambúðar. Þetta sagði Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag, en þar er nú rætt um störf þingsins.

„Það er ástæða fyrir okkur þingmenn að hafa nokkrar áhyggjur af því að helstu ráðamenn tali þannig um krónuna að það muni ekki vera hægt að nota íslenska krónu til frambúðar,“ sagði Illugi og sagðist þar meðal annars eiga við forsætisráðherra.

Hann sagði að nauðsynlegt væri að fara í gegnum umræðu um alla þá kosti sem í boði væru, krónu jafnt sem aðra en ástæða væri fyrir þingið að hafa áhyggjur af „endurteknum yfirlýsingum ráðamanna sem væru til þess fallnar að veikja krónuna“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert